Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 6
8
WORBURFABT.
íslendingar skyldu skylja, a& þeir gera sjálfum sjer meiri skaSa
enn gagn með því að reyna að stjórna sunnan úr Kaupmannahöfn
fjarlægu landi, sem guð og náttúran hefur aðskilið þá frá um of.
jjcgar enska stjórnin var að berjast við nýlendurnar í Norður-
ameriku til að reyna að halda þeim, kom það af því hún hjelt England
hcfði skaða af að missa þær; en hinn mikli stjórnfræðingur Adam
Smith sagði þá strax að það væri óeðlilegt að stjórna stóru landi
hinu megin við Atlasarhaf frá Englandi. Cobden sýndi í fyrra
vetur á fjöllmennum fundi í Manchester, hve mörgum tnillíonum
Englcndingar nú græddu árlega meir á verzlaninni við Bandaríkin
enn áður við nýlendurnar, og lofaði guð fyrir að þær hefðu losnað.
Engum datt þá í hug að hafa móti þessu — en hver var sannari
vinur Englendinga 1776, Adam Smith eða enska stjórnin?
Af því að vjer álítum allt þjóðsamband Islands við Danmörku
óeðlilegt og gagnslaust, leiðir einnig að vjer viljum ekkert þing-
samband milli þessara landa. Vjer viljum nú ekki tala um að það
cr lítil útsjón til að slíkt samband, þó það kæmist á, yrði byggt
á jafnrjetti og sanngirni: það var auðsjeð á frumvarpinu til
dönsku stjórnarlaganna, að það er meining stjórnarinnar, að Islend-
ingar skuli senda nokkra menn til danska ríkisþingsins, í stað
þess að í reglulegu þjóðsambandi er eitt samþing fyrir öll löndin,
sem ei fæst við annað enn hin sameiginlegu mál. Slík aðferð væri
því í sjálfri sjer svo ranglát sem hugsast getur, því undir því yflr-
skini að leggja málefni Islands sem öllu ríkinu kæmu við undir
almennt ríkisþing, væru þau þó í raun og veru ekki lögð fyrir
annað þing enn hina venjulegu lögrjettu konungsrikisins Danmörk
eins. En vjer skulum ei eyða orðum til að sýna ranglæti þess-
arar aðferðar, ef þingsambandið kæmist á, því vjer viljum öld-
ungis ekkert slíkt samband milli Islands og Danmerkur. Is-
lendingar hafa ekkert við hina dönsk þjóð að tala, sem þeir ei
geti beinl'mis útkljáð við stjórnendur hennar — hitt væri ei nema
til að auka umstang og kostnað til einskis. Vjer þurfum hjer ei
að minna menn á hin óvinnandi vankvæði, sem i hvert skipti
mundu verða á kosningum íslenzkra fultrúa til þingsins í Kaup-
mannahöfn og veru þeirra þar og milliferðum, en,vjer viljum
einnngis segja það, að vjer getum ei sjeð að frelsi Islands væri
annað enn eintómt nafn, ef það sendi þingmenn til danska þings-
ins. Hvað yrði úr ráðgjafa ábyrgðinni fyrir Island á því þingi?
J»ó menn vildu ímynda sjer Dani svo eptirláta og góða, sem
bezt mætti verða, þá gætu menn þó ei einu sinni heimt af þeim, að
þjer Ijetu að öðru leiti góða stjórn falla einungis vegna einhvers
Islenzks máls. En ^þá gæti hún líka alltaf komið fram hvcrju,
sem hún vildi, og Islendingar hefðu í stað konungs, sem þeir
hafa mætur á og bera virðingu fyrir, fengið yfir sig danska þing-
stjórn, sem þeir litlar ástæður hefðu til að unna. Island væri
með því móti dregið inn í Danmörk rjett eins og hvert annað
amt eða umdæmi, og vjer gctum sannarlega ekki skilið hve undarleg