Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 135
FRELSIS HREIFINGARNAR.
137
þing, en ekki hefur neitt spurst til aðgjörða þeirra, og nú eru
þeir líka þotnir sinn í hverja áttina. En árangur einingar til-
raunarinnar þarf ei með öllu að vera dnjttur fyrir þessu, því
það lítur svo út sem Prússa konungi þó enn sje annt um að
reyna að styrkja samband jþýzkalands öðruvísi enn hingað til
hefur verið. Strav eptir að uppreisnin var kúguð í Dresden
kom hann því til leiðar, að hinir 3 konungar: hann, Hannovers
og Saxlands konungar gjörðu samband með sjer, sem ei var
svo ólikt því sem tilætlast var í Frakkafurðu, og hvöttu þeir
hvert ríki til að ganga fúslega í þetta samband. Eptir þessari
uppástungu á Prússakonungur ei að heita keisari enn verndari
Jiýzkalands, og kosningar til þjóðþingsins eiga að vera tvö-
faldar, þar sem þær eptir Frakkafurðu uppástungunni áttu að
vera einfaldar. En hvort nokkuð muni verða meira úr þessu
eða ei er ei gott að segja, því menn vita ei hvað menn meiga
treysta dugnaði eða kjarki Prússa konungs, og hjer þarf þó
á vitrum og öflugum manni að halda. Austurríki gerir allt sem
það getur til að ónýta hvað sem Jjýzkalandi mætti verða til nota,
og þó það sjálft sje í bágri stöðu gleymir það þó ei fyrir
því hinni illu náttúru og beitir svikum og brögðum til síðasta
augnabliks. Stjórnendur þess vilja öldungis ei hafa neitt þjóðþing
fyrir Jjýzkaland, en láta útkljá öll mál á konungastefnum og
traðka svo á fólkinu; þeir vilja láta skipta jjýzkalandi ennþá
betur til þess að þeir hafi nóg færi til að koma vjelum sínum
við, espa hvern á móti öðrum og stjórna svo sjálfir. Bæverjaland
og Wurtemberg hafa enn ei gengið í þriggjakonungasambandið, og
flökta milli Austurríkis og Prússlands, en svo mjög sem Maxi-
milian konung, eins og suma aðra Bæverja konunga, langar til að
geta orðið æðsti höfðingi á Jiýzkalandi, þá getur hann þó ei neitað
því að hann eiginlega cr Prússa konungi skuldbundinn síðan hann
hjálpaði honum I Pfalz. En öll von jijóðverja verður að snúa
sjer að Prússlandi, og þaðan hlýtur það að koma, sem á að
geta haft nokkra verkan, því þar er og verður kjarnin úr
þýzkalandi: upplýsing og stjórnmenntan miklu meiri enn hjá Suður-
jjjóöverjum og kjarkur eins — í Berlinni, en hvorki i Vínarborg
nje Múnchen verða menn að skapa hið nýja miðbik jjjóðverjalands.
En hvert hin núverandi prússneska stjórn sje því vaxin getum
vjer ei vitað, og að minnsta kosti höfum vjer litla von um það
meðan sá konungur situr að völdum, sem er mágur Nikolásar
Czars og ber svo undarlega virðingu fyrir öllu konungbornu, og
einkum Habsborgar ætt, afþví hún er svo gömul, að hann heldur
vill spilla hag lýða og landa, og þá líka sjálfs sín, enn að gera
tignum mönnum nokkra vitund til miska. En hersátrinu er nú ljett
afBerlinni og hið nýja þing var sett þar 7. Augúst, svo menn
mega nú líklega búast við að fólkið láti eitthvað til sín heyra. jiað
væri aumt að vita ef enginn dugandismaður skyldi rísa þar upp,
sem helzt þarf á honum að halda.