Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 156
158
NORBURFAllI.
verið ráðist. í þessum bágindum ljet ráðaneytið hinn unga keisara
byðja brúður sinn á Rússlandi um hjálp, í stað þess að viðurkenna
órjett sinn og sættast við Ungverja, sem enn aldrei höfðu krafist
annars enn að mega halda sjálfræði sínu og fornu lögum með
þeim breytingum, er þeir vildu sjálfir gera á þingi. Nikolás lofaði
og hjálpinni eptir langa yfirvegan og hik, því hann skildi betur
enn Vínarstjórnin hver háski það væri að senda lið sitt á mdti
þjóð, sem öll hefði risið í einu hljóði, og sagt væri líka Yermoloff
gamli og aðrir merkir menn hefðu ráðið honum frá því — en honum
þótti nú tími kominn til að fara að taka þátt í málum Evrópu,
og hætta að horfa aðgjörðalaus á byltingar hennar. I Maí gaf
hann út auglýsingu sína til allra stjórna og byggir þar aðferð sína
á þeirri nauðsyn, að riki sjálfs sín sje hætta búin ef Ungverjaland sje
ei undirokað, því þeir, sem eiginlega stjórni uppreisninni, og kjar-
ninn úr hernuin, sjeu pólskir menn, þegnar sínir, sem hati sig.
Nú var þetta ei satt, því, þó tveir aðal-hershöfðingjar væru pdlskir,
þá stjórnaði Kossuth og Ungverjar eins öllu fyrir því; ckki nema
ein púlsk fylking (legioj var í her þeirra, og hættan varð fyrst
beinlínis fyrir ríki Nikolásar, ef Magyarar sigruðu eptir að hann
fór að sletta sjer fram í mál þeirra. Hann skapaði því sjálfur
háskann um leið og hann fór að berjast við hann, því þá fyrst
gat ungverska stríðið orðið að almennu veraldar- og frelsis- stríði,
sem það ei áður hafði verið. En það var einmitt það sem Nikolás
vildi, merja frelsið þar sem það sýndi sig með mestu afli, og
byrja svo stríð siðleysisins og harðstjórnarinnar við menntanina,
þegar Magyarar, sú þjóð, sem rússnesku keisararnir æfinlega hafa
óttast mest á leiðinni til Miklagarðs, væru öldungis eyðilagðir.
Teleki greifi skrifaði ágætan bækling um þetta efni, og sýndi hve
háskalegt það væri fyrir Evrópu og Austurríki sjálft, ef Rússlandi væri
lofað að vaða svo uppi, að því tækist þessi herferð sín.'1 Rússar, eða
rjettara sagt, Czarinn er nú það, sem Tyrkjar áður voru, og móti
honum átti Austurríki að vera eins og forvirki Norðurálfunnar.
En það hefur, eins og Palmerston sagði, gert sig að hinu sama
sem framfaraleysi, og því aldrei getað alminilega uppfyllt ætlu-
narverk sitt. I stað þess að styrkja Ungverjaland, hefur það
veikt krafta þess, og þó hafa það eiginlega verið Magyarar, sem hafa
varnað Rússum að breiða sig út, eins og þeir áður vörnuðu frænd-
um sínum Tyrkjum, meðan mestur ofsinn var í þeim, að æða yfir
Evrópu. Allt þetta vissi Nikolás vel, og því fdr hann nú i stríð til
að niðurbrjóta frelsi Magyara og útrýma þeim ef hann gæti, og
með því rýðja götu sína til seinni tíma. Hann getur því heldur
* Bók Telekis hefnr verið ^efin lít bæði á Frakknesku, Ensku og Þýzku:
Iiiiin þýzki titill hennar er: clDie Russische Iniervenlion o, s. frv. von Graf
Ladislaus Teleki, ungar. Gesandten o. s. frv. Vjer viljum ráða
öllum, sem vilja kynna sjer hin miklu máJefni, sem í Evrópu <{ að berjast
um fyrr eða seirna, og einkum fyrirætlanir Rússlands, að fú sjer þessa bók,
því hún verður merkileg hvernig sem svo str/ðið fer, er nú er verið að heyja.
Herra Repp liefur látið prenta agrip af henni i blaði sínu Tiden, og ef það
kemur til Islands geta inenn lesið það þar.