Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 65
ÍRELSll IIREiriNGARWAR.
C57
þó hafa margir af heimspekingum þeirra og annara oiði5 til
a5 dást að og verja slíka tilhögun, en einkum þó hinn frægi
Platón, sem i bók sinni Um Stjórn hefur á glæsilegastan hátt gjört
sameignina að þeim grundvelli, sem hann ætlar að byggja á full-
komið og ágætt mannfjelag. En þó gat hann ekki heldur komist
út úr hinni þrælalegu borgar hugsan Grikkja. Allt ríki hans er
ekki nema ein borg, sem á að liggja langt frá sjó svo að ekki
íbúar hennar spillist af vidskiptum við erlandar þjóðir. Sjálfum
íbúonum eða borgoronum er skipt í þrjár stjettir: vísindamenn,
hermenn og erfiðismenn; þessir hinir síðustu hafa engin rjettindi,
en eru að eins vesælir þrælar beggja hinna stjettanna, sem öllu
ráða. jiær einar skulu njóta alls í sameiningu, og leggja sem
mesta stund á að ná svo mikilli andlegri en þó einkum likamlegri
fullkomnan, sem unnt erj og til þess að þessu verði betur fram-
gengt þá skal hjónaband ei hafa stað í þessari borg, en fegurstu
unglingum, sem ný eru komnir úr stríði, skulu yfirvöldin vísa á
hinar vænstu meyjar, og i þessum skammvinnu hjónaböndum eiga
þau svo að lifa nokkurn kafia af árinu — allt eptir vissum lögum
og reglum. Á þenna hátt ætlar Platón að byrgja borg sína með
hraustum, fögrum og heilbrigðum börnum; og til þess að vera
vissari í þessu, þá eru fyrir fram öll þau börn dæmd til dauða,
sem nokkur ólæknandi lýti hafa á likama sinum, eru veiklulega
sköpuð, eða getin á annan hált enn þann, sem tiltekinn er í lögo-
num, og engin kona má eiga barn eptir fertugt — það yrði ekki
nógu heilbrigt og hresst, og hún verður því einhvern veginn að
fyrirfara því. Hin lýtalausu og löglega bornu börn skal aptur á
mót uppala öll I einu húsi á almennings kostnað; þar skal kenna
þeim að fyrirlíta kvalir og dauða, og þó aptur hins vegar blíðka
sál þeirra með sönglist og mennta yðkan, svo hún verði fjarstæð
allri grymrnd; en ekki meiga þau þekkja foreldra sína eða frændur,
svo að engin ræktartilfinning til þeirra geti dregið huga þeirra
frá nmhyggjunni fyrir hinni einu borg, sem þeir eiga að fórna
allri æfi sinni.
jaetta eru í stuttu máli aðalatriðin úr rili Platóns, og þó
ógnarlega mart sje veglegt og fagurt i þessari hugsjón hans eins
og öðrum — einkum fyrirlitning hans á audæfum og öltum kcypt-
um og seldum atvinnuvegum —. þá höldum vjer þó að fíum
muni koma til hugar að álíta slíka stjórn frjálsa eða yfir höfud
mögulega. jáví hvernig mundu menn lengi geta þolað slíka ánauð,
að þeir ekki mættu lifa eins og hverjum er eðlilegast, en yrðu að
beygja sig undir lög, sem einn maður hefði gefið? Og þó men
svari að það sje borginni, ‘‘hinu almenna,” til góðs, að hver einstakur
sje þræll hennar, þá spyrjum vjer aptur: hver er þessi almenna
nytsemi önnur enn vellíðan hvers einstaks? Eintómt orð, og ekki
nema reikur og hugarburður — því hvað er fjelagið annað enn
rjelagarnir, og hvernig getur það blómgast þó hinum köldu löguni
»je fylgt, þegar það einmitt eru þau, sem svipla fjelagsmennina
■2