Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 120
122
NORfiURlARI.
allar mannlegar venjur og vitleysur — þessi þjdð áleit það nú
skyldu sína að velja mann til að stjórna sjer, sem ekkert hafði
sjer til meðmælingar nema nafn sitt eitt og heimskulegar upphlaups
tilraunir fyrir nokkrum árum í Strasburg og Boulogne. Allir, sem
voru óánægðir með stjórnina eins og hún var, tóku sig saman um
að velja Louis Napoléon, og unnu að því með öllu móti; en
einkum var það þó dagblaöið Presse, sein bezt mælti fram með
honum og spillti fyrir mótsstöðumönnum hans. Foringi þess blaðs
heitir Emile de Girardin, og er allra liprasti maður en sam-
vizkulaus eins og svo margir frakkneskir gáfumenn. Hann var
áður með ýmsum flokkum, allt eptir því sem honum þótti hagan-
legast, en einkum var hann þó óvinur JVafi'onaí’s-manna síðan
hann fyrir mörgum árum í einvigi hafði fellt foringja þess blaðs,
Armand Carrel, sem öllum, bæði vinum og óvinum, bersaman
um að lofa mjög. Eptir Febrúar byltinguna, þegar National’s-menn
höfðu unnið sigur, vildi hann þó sættast við j>á, og rjetti Marrast
hönd sína vfir gröf Carrel’s til friðar merkis og lofaði að verða
þjóðríkinu hollur. En það var ei nema meðan honum fannst það
standa i blóma sem hann hjelt loforð sitt. Undir eins og hann
sá sjer fært lagði hann ei lengur dulur á hið gamla hatur sitt, og
það var hcldur engin undur þó það ykist þegar Cavaignac Ijet
setja hann í varðhald í nokkrar vikur eptir Júní uppreisnina og
bannaði honum að gefa út blað sitt, sem er einna mest útbreitt
á Frakklandi. iþiegar hann varð laus aptur hugsaði hann sjer að
hefna sín á National, og mælti daglega í prýðilega skrifuðum greinum
fram með Louis Napoléon, en Ijet ekkert tækifæri ónotað til að
sverta Cavaignac og hans flokk. jjetta °8 anna5 þvíumlíkt hjál-
paði mjög til þess að Louis Napoléon var valinn til forseta með
millíón atkvæða af 7 millíónum, sem atkvæði gáfu. En einkum
var það þó nafnið, sem hafði styrkt hann og það, að Frakkland
var þjóðrfki án þjóðríkismanna, því, eins og Examiner sagði:
“sannir þjóðríkismenn hefðu valið Cavaignac, en Louis Napoléon
var þeirra maður, sem allt vildu annað enn það sem er.” Cavai-
gnac fjekk ei nema rúma millíón atkvæðu og Lamartine ekki
nema nokkur þúsund, miklu færri enn Ledru-Rollin, og sá maður,
sem allir Frakkar hefðu verið fúsir til að binda á skóna í Febrúar,
slóð í December einmana og yfirgefinn eins og hryggilegur vottur
um hviklyndi heillar þjóðar. En Frakkland var nú búíð að “steypa
sjer í hatt keisarans” og var við árslokin i sömu kringumstæðum
og rjett fyrir byltinguna, öldungis eins og maður, sem snöggvast
hefði farið í gegnum sjálfan sig og komið aptur niður í sömu
sporin: því Odillon-Barrot, sem seinast átti að verða ráðgjafi
LouiS Philippe’s, varð nú æðsti ráðgjafi Napoléons, og hin brey-
tingin^ var ei mikið nema nafnamunur.
A Spáni hafði alltaf haldist friður síðan Narvaez í Marz mánuði
tókst að bæla uppreisnar tilraunina í byrjun hennar. Hann og
Kristín drottningarmóðir stjórna þar enn í bróðerni með hörku