Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 175
SVAB Tlt REYKJAVÍKURPÓSTSINS.
1*7
Stund og dagur dýr nú er;
Dauðinn ógnar hvar sem sjer;
JátvarSs a5 oss æ8ir her —
Ok og hlekkja nægð!
Hverr vill bera níSings nafn ?
Ná hver bleyðu seðja hrafn?
Falla þræl ófrjálsum jafn?
Flýti hann burtu sjer!
Ilverr vill hlinur Hildar báls
Hjör nú draga hins góða máls,
Standa hæ8i og falla frjáls?
Fari hann eptir mjer!
Ánauðar viS eymd og grönd!
Yðar sona þrældóms bönd!
Vjer viljum láta lif og önd,
En leysa úr hlekkjum þá!
Fellið grimma fjendur því!
Frelsi er hverju höggi í!
Sjái oss hrósa sgiri ný
Sól, eða orðna að ná!
SYAR TIL RE YKJA VÍKURPÓSTSINS.
“Fátt er svo fyrir öllu illt að ekki boði nokkuð gott.” Vjer sjá-
um að Reykjavíkurposturinn hefur þó ei verið fullkomlega sann-
færður um öldungis að hafa gert út af við oss með hinu fyrsta
höggi, fyrst honum nú í annað skipti hefur þótt nauðsynlegt að
eyða pappír og bleki til þess að aldeyða þann, sem hann þó einu
sinni, fyrir 8 mánuðum, var búinn að gera sitt til að rota. iþað
gat því strax þessvegna aldrei annað enn glatt oss, þegar vjer
urðum þess vísir, að hann eptir svo langan tíma hefði sent móti
oss nýjan bcrserk, verri hinum fyrsta og með axarskaft reitt um
öxl, til þess þó að fullvissa sig um að vjer aldrei gætum staðið
upp aptur. En þessi tvöfolda tilraun hans er oss líka kærkomin
að því leiti sem hún sýnir oss, að vjer höfum þó náð nokkru
af tilgangi vorum með þættinum í Norfrurfara í fyrra: “Islend-
ingar við háskólann I Höfn” — sem einkum var sá, að reyna
að vekja eptirtekt manna á því, hvort ekki undirbúningur Islend-
inga við háskólann í Kaupmannahöfn undir embætti á Islandi,
skoðaðar í sjálfum sjer, væri heimskuleg þarfleysa, og þess utan
líka, eins og hann nú er, öldungis ónógur; og að sumir menn
á Islandi hafi farið að yflrvega þetta mál, að minnsta kosti betur
enn Reykjavp. hefur þótt tilhlíðilegt, ráðum vjer af reiði hans og