Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 138
110
NORfiUKFAIU.
þings var Karl Bonaparte, prinzinn af Canino, sem Iengi og
opt hafði látið í Ijósi hatur sitt til alls páfadæinis, en merkasli
inaðurinn á því var líklega Giuseppe Mazzini, sem hafði vcrið
valinn þingmaður í Róm svo að segja í einu _hljóði. Hann er
ættaður frá Genúa, en hefur verið landflðtta af Italíu síðan 1830
fyrir Irjálslynd rit sin, og hjelt seinast til í Lundúnum. þiaðan
fúr hann til Milano þegar byltingarnar byrjuðu, svo til Flórenz
og var nú loks valinn þingmaður í Rómaborg, og stjórnaði frá
þeim tíma öllu þar. Frá Flórenz hafði hann einnig fullt umboð,
til að raða sambandinu milli Páfaríksins og Toscana, því þar
hafði líka orðið su breyting að Leopold var flúinn og ný stjórn
komin i ’.ians stað. Hann hafði lengi látið undan og gefið það
eptir af rjctti sinum, sem hann gat, en þegar hann átti að láta
velja menn með fullu umboði til þingsins í Róm, þá gat hann ei
lengur: bæði hótaði páfinn honum að setja hann í bann cf
hann Ijeti velja f sínum löndum, og hann hefði lika með þvi
að heita má sjálfur, fyrir fram gefið samþykki lil afsetningar sinn-
ar. Hann kaus þvi heldur að fara burtu, og Guerazzi, vinur
Mazzinis og foringi blaðsins Corriere Livornese, varð formaður
hins toskanska þjóðríkis. — En á meðan þetta fór fram í Mið-Ita-
líu var Gioberti ábóti að búa sig undir allt annað í Turin.
Karl Albert hafði orðið að gjöra hann að æðsta ráðgjafa sínum
sökum óánægju þeirrar, sem hann vakti hjá almenningi útaf
griðonumrvið Austurríki — og það er víst að Gioberti vildi reyna
að frelsa Italíu frá yfirráðum allra erlcndra manna, þo hann ætlaði
að fara öðruvísi að enn Mazzini og Guerazzi. Fyrsta verk hans
var því að láta menn vita að hann ætlaði ei að lengja griðin við
Radetzky, en undir eins Ijet hann líka í ljósi að hann vildi aptur
innsetja páfann og Leopold í ríki þeirrav Gioberti hafði nefnilega
alltjend viljað hafa höfðingjasamband á Ítalíu, svo að Upp-Ítalía
væri eitt konungsríki fyrir sig, Etruria (Toscana, Modena, Parma
og Lucca) annað, þá Páfaríkið og Neapel með Sikiley. Óll þessi
riki vildi hann svo sameina móti hinum sameiginlega fjandmanni
Italíu: Austurríki — en nú leit ei vænlega út til þess; því
Mazzini og hans flokkur var þá hcldur ei betri enn svo, að
þeir heldur vildu vita frelsi Italíu háska búinn enn hjálpa
Karl Albert, af því hann var konungur, til að berjast við
(jandmenn hennár. jietta óheilla sundurþykki spillti því nú
sem fyrr mjög fyrir Itölum, og þegar Gioberti ætlaði að
fara að vinna hið þunga verk að snúa vopnum landa sinna móti
sjálfum þeim og senda Marmora hershöfðingja móti Toscana
þá vildi þingið ei samþykkja og hann sagði af sjcr. Hið nýja
ráðaneyti sleppti því þessari fyrirætlan, en lofaði að feta í fótspor
Giobertis móti Austurríki og menn bjuggu sig sem bezt varð
undir stríðið. r En Sardina konungur stóð einn. og aðstoðarlaus
inóti fjcndum Italíu, og hvorki Suður- nje Mið-Italir vildu styrkja
hann í frclsis-stríðinu : hinir fyrri af því Fcrdinandur rjeði þar , og