Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 157
FRELSIS HREiriNGARNAR.
159
aldrei ætla8 að viSurkenna stjdrnarskrá Stadions frá 4. Marz, því
hún er ætluð til að skapa eitt sameinað og öflugt Austurríki, og
Nikolás hirðir varla um að eyða efnum sínuin til þess aðreisaupp var-
narvirki mtíti sjálfum sjer. Jþað er þess vegna auðskilið að hann
einungis tekst þettaí fang til þess að gera Austurríki sjer skuldbundið,
að ríki, sem að nafninu sje keisaradæmi, en í raun og veru
stjtírnað frá St. Pjetursborg — ef honum tekst að merja kjarna
þess, Ungverjaland. Allt þetta var þá hverjum skynsömum manni
eins auðsjáanlegt og það nú er, að Ungverjar eru að berjast fyrir
frelsi alls meginlandsins, fyrir því hvort siðleysið eigi að ríkja þar
eða menntanin. það var þeim augljóst að hjer átti að berjast
hinni miklu orrustu hins sanna frelsis mtíti ánauðinni, og þtí hreifði
enginn legg nje lið til að hjálpa hinni hugprúðu þjóð, sem ein
tókst í fang að halda uppi sóma mannkynsins og frjálsræði mtíti
fjandmönnum þess og undirokorum. Kúgaðar af stjórnum sínum
horfðu þjtíðirnar aðgjörðalansar á, hvernig hinn rússneski alvaldur
sendi hvern herflokkinn á fætur öðrum til að myrða vegiinda og
saklausa menn, svo hann síðar, þegar þeir væru unnir, gæti snúið
sjer á mtíti hinum. Fyrst var Rudiger látinn fara með heilan
herflokk (30000) í gegnum lönd Prússa konungs til Austurríkis,
svo hann strax gæti verið til taks til að hjálpa hinu eyðilagða
keisaralega herliði ef á þyrfti að halda. En aðalherinn kom ekki
fyrr enn á eptir, undir ytirstjtírn Paskewitz hershöfðingja af
Erívan, fursta af Warsjá, og Nikolás ttíkþá á öllum kröftum sínum
til þess fljótt að reyna að gera enda á hinni göfugu þjóð. jiað
var ei aðeins, að hann sendi rússneska dáta og Kosaka, en hann
safnaði líka úr hinu víðlenda ríki sínu öllum hinum grimmustu
og siðlausustu villimönnuin, sem hann gat fengið í Asíu: Baskírum,
Tartörum, og Mordvinum sigaði hann nú eins og hundum á Magy-
ara. Og hinn blindaði unglingur, sem hin of þunga byrði keisara-
dæmisins hefur verið lögð á herðar, skipaði í hugsunarleysi sínu
þegnum sínum að taka eins og bræðrum þessum mönuum, sem
komu til að eyðileggja ríki hans og gera hann að skattkonungi Rússa
keisara. En skynsemi var ei lengur að leita hjá stjtírnarmönnonum
í Vínarborg. Ur því þeir einu sinni voru byrjaðir, steyptu þeir sjer
úr einum voðanum í annan, og kusu heldur í blindni sinni að
ráða yfir þrælum, sjálfir hinir fyrstu þrælar, enn að stýra málefnum
frjálsra manna eins og karlmönnum sæmir. j>ó viljum vjer ei
gleyma því, að einn af þeim, Stadion innanríkisstjtírinn, sem í
mörgu kvað vera merkismaður, er nú sagður orðinn vitlaus —
líklega út af því, að hann sjer hvert stjtírnaraðferð hans muni
leiða Austurríki. Hann hefur fengið lausn frá embætti sínu og
Schmerling cr kominn í stað hans.
En Kossuth og Magyarar voru ei heldur yðjulausir meðan
þetta gerðist — þeir Ijetu ei hugfallast, þó enginn vildi hjálpa
þeim, og þeir nú ættu aptur að fara að berjast við tvö hin vold-
ugustu keisaradæmi, áður cnn þeir voru búnir að kasta af sjer