Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 162
164 .f. IVORBUKFARI-
endur borga og kveljen'duí kvenna, sem ætla að gjöra jörðina
að óskapnaði afltár, nema mannkynið í gremju sinni rísi upp í
einu hljóði til að varpa þeim út af umdæmum menntunarinnar.
Nú sem stendur tala þeir mjög um frið og reglu, en regla þeirra
er hermanna hlýðni og þrældómur. Jeir þykjast ælla að friða
löndin, og þeir leggja þau undir farg, sem drepur þau, myrða
hina ágætustu, hlekkbinda hugsan og líf, og bua þir til eyðimörk
sem mættu vera aldingardar. Slíkur er hinn títt nefndi friður
þeirra — solitudinem faciunt et pacem appellant.
Allt sýnist um þessar mundir lítið í samanburði víð hið stór-
kostlega stríð milli Ungverja og Rússa, en vjer verðum þó ögn
að geta hinna þriggja farsælu landa, sem svo lengi hafa notið
frelsisins og kunnað að njóta þess: Svyzlands, Bandarikjanna í
Norður-Ameríku og Englands. Staða Svyzlands er nú, sem stendur
einungis merkileg að því, að það cr eitt frjálst milli harðstjórnar-
landa, scm þess vegna er lítið um það og vildu helz geta afmáð það
alveg. f>ab leit líka svo út sem Svyzverjar strax eptir stríðið í
Baðen ætluðu að komast í illt við Prússa, og þeir voru farnir að
bjóða út her og höfðu sett Dufour gamla yfir, en það skipti enti
þó enn allt með góðu. Næsta tilefnið verður líklega út af Nyja-
kastala—fylki, sem Prússa konungur þangað til í fýrra rjeði yfir og
nú kannske vill ná aptur, en hin eiginlega orsök mun þó löngunin
til að eyðileggja svyzneska þjóðríkið, og þvi verða menn að laka vel
eptir þessu máli. Af Bandaríkjonum er það stutt að segja,
að hinn nýi forseti þeirra, Taylor hershöfðingi, tók við
embætti sínu 4. Marz og hcfur stjórn hans siðan verið hrósað sem
mjög heiðarlegri. Gullgröftuunn heldur áfram í Californiu, þó
margir sjeu örðuglcikar, og fjöldi nýlendumanna strcymir inn í
bið óbyggða land: þeir eru að reisa þar við hafið nýja borg,
sem á að heita ‘‘New Tork on tlie Pacific" (Nýja Jórvík við
Kyrrahaf) og sem braðlega mun í skjóli frelsisins verða blómlegri
enn allar harðstjórnarborgir. Af Englandi er það merkilegast að
segja að þingið, sem kom saman 1. Febrúar og var slitið aptur
31 Júli, gerði þá miklu breytingu á verzlunarefnum heimsins, að
það aftók hin gömlu siglingalög Englands, sem Cromwell hefur gert
það með að drottningu hafsins; það þurfti nú ei lengur á þeim
að halda og Whiggmenn höfðu sitt fram, þó lögverndarmönnum *
litist öðruvísi. Frá stríði íinglendinga við Sikhana í Punjab
(Fimfljótalandi) á Indlandi og aðdraganda að því, höfum vjer ei
rúm til að skýra, en látum oss nægja að geta þess, að Gough
lávarður vann Shere Singh á cndanum i vetur og flokk hans,
* Svo kötlum vjer prótectiónisia, 1><Í menn, sem ineð heinjandi lögnm fyrir
einn atvinnuveg vilja reyna að koina öðruin upp. Torymtnnirnir ensku eru
það æhnlega þegar þeir geta koinið því við, í ínótsetningu við Whiggana,
sem þd eru verzlunarfrelsisinenn. Allt er frjdlst d Englandi, og þessuin
mönnuin er ndttiirlega lofað að verja hinar skainmsýnu meiningar sinar með
svo íniklum ákafa og þeim íneðöluin, sein þeiin S)álfuin lízt. En þar er ei
hætt við byltinguin eða handalö"mdli fyrir þvi — “Eoen uproar gentlemen,
is wholsome in England, while a whisper is fatal in France.”