Norðurfari - 01.01.1849, Page 141
TRELSI8 HREiriSGARKAR.
143
fjandma8ar mdti rdmverska þjóSrikinu þar sem menn sízt máttu
búast við, og frá þeim tíma er saga Mið-Italíu og Frakklands hin
sama,^ svo vjer verjum nú a5 snúa oss til þess og segja smánarsöguna.
I hinu fyrsta ráðaneyti Louis Napoiéons voru svo margir af
hinum ófrjálslyndara flokki að Odiion-Barrot, sem þó í raun og
veru vildi vera frjálslyndur me5 hófi, naumast hafði bolmagn vi5
þeím. Bæ5i Faucher, innanríkis-ráðgjafinn, og Falloux,
uppfræ8ingar-rá5gjafi, eru vinir Montalembert’s, sem álitinn er
foringi ramkatólska flokksins og Jesúmanna, og er því í sjálfu
sjer langtum ófrjálslyndari enn Thiers, sem þó æfinlega er of
skynsamur tíl a5 halda me5 pápísku allan anda dey5andi kyrkju-
ríki. jjó þannig nokkur munur væri á meiningum þeirra, sem
kalla sig “reglumennina” og vilja einir vera álitnir svo, þá voru
þeir þó allir samþykkir í því aS gera ekkert, sem vinstrihliðarmenn
eða hinn frjálslyndari miðflokkur vildi, hvortsem það svo væri rjett
eða rangt: nú kom ei lengur upp á það, en allt voru tilteknir
og eins og keyptir flokkar, sem fátt gerðu af sannfæringu en
einungis til að stríða hver öðrum, og meiri hlutinn, sem þó á5ur
hafði verið frjálslyndur, sýndi nú við flest tækifæri þa5 kjarkleysi
eða þrælsótta, sem Frökkum æfinlega hefur hætt við á þingum,
og þorði ei að gefa atkvæði móti stjórninni. Lögerfðamenn (foringi
þeirra Laroch ej aquelein), Thiersmenn, Montalembertsmenn o.
s. frv. komu því fyrst til leiðar að hiS þáverandi þing, sem þeim
þó ei þótti nógu auðmjúkt, skyldi ei sitja lengur enn þangað til
seinast í Apríl, og þá skyldi verða valið nýtt, sem þeim væri
þægara. En merkilegasta ákvörðun þingsins var þó sú, að það
samþykkti a8 veita ráðaneytinu 1,200000 jFr. lán til að senda
herlið eg flota móti Rómverjum. Utanríkisráðgjafinn Drouyn de
Lhuys og allt ráðaneytið sagði reyndar að það ætti einungis a5
vera tll halda uppi áliti Frakklands í Ítalíu og ná þar fótfestu
móti Austurríki, en það varð siðan ljóst hver hin eiginlega meining
þeirra var. Oudinot hershöfðingi var sendur me5 herlið á sta8
og kom eins og þjöfur á nóttu að Civita-Vechia, sem hann tók
viðstöðulaust 25. Apríl, því bæjarmenn trúðu því að það væri
satt, sem hann sagði, að hann kæmi sem vinur þeirra og allra
ítala. firiggjamannastjórnin sá þó betur og Ijet banna honum
að setja herbúðir sínar í romversku landi, en í sta8 þess að hlýða
iagði Oudinot á stað með allt lið sitt, og rjeðist 30. Apríl á sjálfa
Rómaborg, en var þó í það skipti rekinn aptur með skömm og
sneipu. jþegar fregnin um þetta kom til Parísar þótti öllum hinum
ófrjálslyndu mönnum, sem nú þóknaðist að kalla sig föðurlands-
vini, svo sem heiður Frakklands væri skertur ef ósigurs Oudinot’s
væri ei hefnt — rjett eins og skömminn væri ei mest að hafa
nokkurn tíma ráðist á saklausa þjóð, sem ekkert hafði gjört Frökkum
til meins og enginn, ekki einu sinni páfinn hafði beðið þá að of-
sækja. Jiingið viðtók 7. Maí hina ógreinilegu ályktan, “að biðja
stjórnina að sjá svo um að leiðangursförinni til Italíu væri ei