Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 13
BÓKAFllEGN.
15
enn einberan ska5a í aðra hönd, og þeim fáu, er fá aptur prent-
unar kostnaðinn, þykir vel takast. En hitt er eigi að nefna að
nokkuð komi fyrir fyrirhöfn og tíma töf,: þá er þeir vörðu til þess
að búa ritin til, og væri það þó eigi ósanngjarnt, að rithöfundar
fengju tíma töf sína endurgoldna; því flestir þeirra er bækur rita,
eru að minnsta kosti matvinnungar, svo að þeir gætu varið þeim
stundonum, sem þeir eyða til ritgjörðar, á einhvern þann hátt, að
eptirtekjan yrði meiri enn engin. Satt er bezt að segja um það,
að eigi er sú orsökin, að svo lítið seljist af bókum á Islandi, eða
mætti seljast, að þeir, sem prenta láta, eigi gætu verið nokkurn
veginn í haldnir, og, ef til vill, haft dálítin hagnað, ef bóka salan
færi laglega; en hún fer jafnaðarlegast í slíku ólagi að sjaldan fær
sölumaður meira enn helminginn af því verði, sem koma mætti
fyrir bókina ef hún seldist bærilega, og allt greiddist skilvíslega,
sem selt væri. Bókasölunni er nú venjulega hagað svo, að sá sem
gefur út einhverja bók, sendir svo eða svo mikið af henni út um
landið, til vina og kunningja, ef hann á nokkra: eigi hann fáa eða
cnga — og fáir eiga þá á hverju landshorni — fer hann að skoða
huga sinn um hver sje prestur, prófastur eða annar merkismaður
þar eða þar í sveit; þcssum ritar hann og sendir nokkrar bækur
hverjum, og biður að selja með þessu skilerði “hann gefur þeir
eina ef selurðu fyrir hann 10.” Um bóka böglana fcr ýmislega:
nokkrir koma fram, sumir aldrei; nokkrir eiga Ianga og harða úti-
vist, missiris eður Iengri og koma þó fram um síðir; en þá eru þeir,
sem vísast hefðu keypt bókina meðan nýja brumið var á henni og
ef hún hefði komið í tæka tíð, búnir áð fá hana að láni og lcsa
hana. Á suma staði kemur of lítið, á suma of mikið, því ekki
geta menn ætíð getið rjett á, hvar viljinn til að kaupa bækurnar
muni vera mestur eða minnslur. Mörgum af þeim, sem bækur eru
sendar til sölu, eru bókasendingar þessar harðla kvumleiðar: eigi
fyrir því að þeir eigi vilji verða við bón úlgefandans, heldur hins
vegna að þeir eru eigi lagaðir til verzlunar, og vildu margsinnis
heldur kaupa eina bók fullu verði enn fá hann gefins fyrir það, að
selja 7 eða 10. jiað sem eigi selst undir eins afbókonum, \erður
optast nær útgefendonum að öngu: umboðsmenn senda það cigi
aptur, í þeirri von að þeir geti selt eitthvað seirna; og þegar það
hefur legið svona ár eða lengur minnist enginn framar á það.
Aptur er það eigi ósjaldan að þeir sem vilja eignast einhverja
bók geta hvorgi fengið hana, þó nóg sje til af henni óselt, af því
hún liggur hingað og þangað um landið, þar sem engan grunar að
leita hennar.
Sami örðugleiki og umstang, sem er á kaupum og sölum ís-
lenzkra bóka, er og á útvegun allra útlendra bóka. Enginn scm
vill eignast einhverja útlenzka bók getur fengið hana nokkurstaðar
á íslandi; missiri eða ár verður að líða þangað til hann getur
látið útvega sjcr^hana í Kaupmannahöfn. Af þessu leiðir að vís-
indamcnnirnir á Islandi dragast aptur úr, og geta því illa fylgt