Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 119
FREtSIS HREIFINGARNAR.
121
og skynsamlegu frelsi, en ekki unnið sigur fyrr, enn með Fcbrúar
byltingunni. Formaður þess Marrast varð þá, eins og áður er
getið, borgarstjóri í París; var svo valinn forseti á þinginu í stað
Senards, og var það síðan meðan það stdð yfir. Hann og Cavaignac
voru því hinir eiginlegu stjórnendur cptir Júní uppreisnina, og
veitti þeim það því hægra sem mestur hluti þingmanna á hinu
fyrsta þingi einmitt var af þeirra flokki. fieirra, sem móti þeim
voru, gætti þá ei mikið í fyrstu, því sameignarmenn, samlagsmenn
og “hinir ofurfrjálsu” (Ledru-Rollin — blað hans Réforme) höfðu
ei mikin flokk á þinginu eptir að foringjum þeirra var steypt úr
völdum, og Orleanistar (þeir sem í öllum aðalmálum halda meS
hinni gömlu stjórn , þó þeir ei sjeu ófrjálslyndir í öllu: Montal-
embert greifi, Molé greifi, Thiers og Odillon-Barrot — helztu blöð
þeirra Journal des Débats, Constitutionel og SiécleJ og lög-
erfðamenn (þeir sem segja enginn sje rjettborinn til að stjórna
Frakklandi nema sonur hertogans af Berry, Karls sonar X., Hein-
rekur [V.] hertogi af Bordeaux, sem nú kallar sig greifa af
Chambord) voru ei enn búnir að taka sig aptur eptir byltinguna
í Febúrar, sem þeim öllum kom svo óvart. Jjegar fyrst í Sep-
tember var byrjað að ræða um frumvarpið til stjórnarlaga fyrir
þjóðríkið gátu þeir því ei komið miklu til leiðar, og miðjan
(National's flokkur) ásamt vinstri hlið hafði það fram, að þing-
inu væri ci tvískipt, sem þó er mikill efi á hvort sje svo alls
kostar hollt fyrir svo fjölbyggt land sem Frakkland er. Aptur 4
mót var bæði miðjan og hægri hlið (Orleanistar og lögerfðamenn)
samþykkar í þvi að neita “rjettinum til erfiðis,” en ákveða að forseti
skyldi standa fyrir öllu þjóðríkinu og hafa 600000 Fr. í laun um
árið. J>á urðu þær aptur ósáttar útúr forseta valinu, því Natio-
naVs flokkur vildi að þingið skyldi velja hann enn ei þjóðin öll.
Kom það til af því að þeir þóttust þá geta verið vissir um að
Cavaignac yrði valinn, og undir því þótti þeim, sem von var,
mikið komið. En hvorki vinstri nje hægri hliðar menn unnu
honum, og samlögð atkvædi þeirra og ræða Lamartine’s, sem
víst ei heldur hirti um að Cavaignac yrði forseti, komu því til
Iciðar að forscta skyldi öll þjóðin velja í sameiningu, og var það
líka án efa miklu rjettara í sjálfu sjer. Nú var farið að hugsa
verulega um, hvern velja skyldi og öll sannarlega frjálsiynd blöð
mæltu fiam með Cavaignac, því menn höfðu þó ástæðu til að
halda hann væri með einlægni hollur þjóðríkinu. En móti honum
reis upp annar maður, sem sökum nafns síns varð honum háska-
legur, þó hlægilegt sje hjá þjóð, sem rjett áður hafði aflekið allt
ættgöfgi og erfðarjett sem því fylgði. Jiað var Louis Napoléon
Bonaparte bróðursonur keisarans, og sem eptir erfðalögum
keisaradæmisins er rjett borinn til ríkis þar, fyrst enginn sonur
Napoléons sjálfs lifir. En þessi lög giltu nú ei lengur, og þó
áleit sú þjóð, sem svo margsinis hefur sagt og endilega vill láta
menn halda, að hún sje lengst komin allra þjóða og hafln yfir