Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 55
FKELSIÍ HREIFINGARNAR.
57
vjer höldum heldur ei a5 vjcr segjum of mikið J)ó vjer segjum aS
Bjarni Thórarensen hafl skilið og sjálfur átt mikið af þessum
anda — hann hefði annars varla getað ort kvæðin eptir Odd
Hjaltalín og Svein Pálsson. Aptur á mót getum vjer aldrei fundið
að Oelenschlager hafi skilið r.okkuð í jieim mönnum, sem eins
og f)dr óx Ásmegin í andstreyminu, sem hörðnuðu við hverja þraut
og höfðu það fyrir aðal-lífernisreglu: “svo skal böl bæta að bíða
annað meira”; og ekki eru nú beldur herhvatir þær, sem vjcr
heyrum í Uanmörk, mjög líkar því, sem Islendingurinn kvað í
Noregi fyrir orrustu:
‘'IIælimi.t minnst í m.íli
Metuinst lieldr at val felldan,
I.fítinn skipta gnð giptu
En gjöruin lirið þíí, er þeim sviði!*’
Slafar voru hin þriðja aðal-þjóðaætt t Norðurálfunni. jiiað
er mikil og fjölmenn ætt, milli 70 og 80 millíónir, og býr nær
því yfir allan eystri helming vorrar álfu. Henni er eptir höfuð-
mállýzkonum skipt í Austur- og Vestur-Slafa, sem þó eru
mjög misjafnir að fjölda: þvi einungis cin þjóð hinnar fyrri greinar
cr meir enn helmingi fjölmennari enn allar samanteknar þjóðir
hinnar síðar nefndu. Austur-Slöfum er nefnilega aptur tvi-
skipt: í Bússa og illyrska Slafa, og eru Bússar einir
fjölmennari enn allrar aðrar slafneskar þjóðir saman teknar.
J>eir skiptast enn eptir mállýzkum í Stór-Bússa (Svart- og
Hvíta-Bússar), sem búa yfir allt miðbik Bússlands og eru
hjerumbil 35 milliónir með þeim 2, sem hafa sezt að 1 Sf-
beríu og rússnesku Ameríku — og Smá- eða Bauða-Bússa,
(Bússníakar, Bússínar og Búthenar), sem búa í suðvestur-hluta
Bússarikis, austur-parti Gallizfu (Lodomiríu, hinu forna riki Halicz),
og norðast á Ungverjalandi og í Sjöborgariki. f>eir eru alls milli 12
og 13 millíóna, þegar menn telja Kósakka með, sem þó eiginlega
eru blendingur af slafneskum og tartörskum þjóðum. — Hinir
illyrsku Sla far skiptast i margar þjóðir og þjóðflokka , og eru
þessir hinir helztu eptir mállýzkonum: Búlgarar í Búlgaríu og
fyrir sunnan Balkan suður íMakedoniu — Serbar í Servíu, Bos-
níu og Montenegro, í Dalmazíu, suðaustan til í konungsríkinu
Illyría, ÍSIavónfu iRhaizen) og sunnan til á Ungverjalandi — Slo-
venzar (Winden) einkum í Illyríu og Steyermark — og Króatar
í KróSzíu. lllýrskir Slafar, sem líka almennt eru kallaðir Suður-
Slafar eru milli 10 og 11 millíónir að höfðatali, og er þeim svo
skipt milli Tyrkjaveldis og Austurrikis, að meir enn helmingurinn
býr f hinum tyrknesku löndum; þar eru og hinir einustu af þeim,
sem sjálfum sjer eru ráðandi, Servíumenn og Czernagorzar
eða Montenegrínar. j>ó eru hinir fyrr nefndu ekki nema hálf-
frjálsir, því þeir eru skattskyldlr Soldáni; en Montenegrínar hafa
alltaf fullkoinlega varið frelsi sitt, og engum hefur enn tekist að
kúga þá þó ei sjeu þeir nema 125000 manna.*
* begar Amifrat var búinn aá steypa hinn serbneska ríki í orrustunni við