Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 112
114
NOIIBURTA M.
ursoour hans Franz Joseph, 18 vetra gamall drengur, uppalinn af
Jesumönnum, var geríur að keisara, svo hann gæti verið handhægt
verkfæri í höndum meinsærismannanna. ýietta gjörðist 2 Decem-
ber í Olmiitz, og var án efa hið skynsamasta verk, sem Ferdí-
nandur nokkurn tíma hafði gert, fyrst hann á annað borð ei hafði
kjark til að láta ei kúgast til að ganga bak orða sinna. En undir
eins og f>að víst var hið hollasta fyrir samvizku keisararans svo
var f>að líka hið háskalegasta og heimskulegasta fyrir ríkið, því
hinn nýí keisari átti engan rjett til Ungverjalands nema f>ví að
eins að f>ing Magyara viðurkenndi hann, og Ijeti krýna kórdnu
hins heilaga Stefáns. En ungverska þingið var nú ei einu sinni
aðspurt, og erkihertogafrúin hjelt að hún gæti neytt syni sínum úppá
frjálsa þjóð, og svífðist ei að senda her á móti henni til þessa.
Hún gáði þess ei, að hún með slíkri aðferð gaf Magyörum beztu
vopnin í hendur móti sjálfri sjer, því það sjá allir, að, þegar þeir
eptir landslögum höfðu rjett til að neita konungum sínum hlýðni
og hollustu ef þeir vildu reyna að brjóta lög á þeim, þá höfðu
þeir enn miklu fremur rjett til ekki að viðurkenna barn, sem
feim óviðkomandi menn settu í hásæti meðan hinn gamli konungur
eirra lifði. En hirðhyskið gaf engan gaum að mótmælum Magy-
ara eða því, sem rjett var, og tók í blindni hið guðlausa ráð, að
ofsækja með eldi og sverði saklausa menn, sem öngum höfðu mein
gjört, og ekki brotið annað enn það, að vilja ei láta traðka rjetti
sínum. Og hvers vegna voru allar þessar syndir drýgðar? Af því
keisara ættin þóttist eí geta lifað án Ungverjalands! Uýðum og löndum
átti nú einu sinni enn, að fórna hinni gjörspilltu ætt, sem lengi
hafði sogið merg og blóð úr þjóðum, og þó aldrei þrifist. Wind-
ischgratz fór i miðjum December með óvigan her inn í Ungverja-
land í þessum tilgangi, og ætlaði fljótt að leggja það undir sig.
En kóróna hins heilaga Stefans var ei svo auðsótt sem hann
hafði haldið, og forsjónin hafði áselt sjer að niðurlægja hann
drambsama. j>ann. sem guð vill tortína, blindar hann.
Vjer yfirgáfum Prússland meðan Auerswald enn var forseti
ráðaneytisins. En 9. September beiddi hann og fjelagar hans
konung um lausn, af því þingið hafði falið þeim á hendur, að
láta skipa herforingjum að forðast að gjöra nokkrar tilraunir til
að koma á aptur hinni gömlu stjórn, og ef þeir ei vildu lofa því
þá að ganga úr herþjónustunni. Ronungur veitli þeim bæn þeirra
og valdi Pfuel hershöfðingja til forseta í nýju ráðaneyti. Um þetta
leiti var líka mikill órói í Bcrlinni út af því að Wrangel, sem þá
var nýlega heimkominn úr danska stríðinu og konungur hafði
gjört að hershöfðingja yfir öllu liði sínu, sem undir vopnum væri,
hafði gefið út ávarp til þjóðarinnar, og sagt að konungur sinn
hefði falið sjer á hendur að halda reglu. Menn voru því hræddir
við obbeldi og höfðu ei heldur gott traust á Pfuel, því hann var
líka hermaður. En það sázt brátt að þeim hafði skjátlastí þessu,
því undir eins og Pfuel var búinn að taka við stjórn studdi hann