Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 72
7Í
NORBtmFARI.
o. fl. me5 mikin skríl á eptir sjer, og brutust inn í salinn; heimtu
þeir að Frakkland strax skyldi scnda her til Póllands, sögðu
þinginu vera slitið, stjórnina afsetta og þúsund millíóna skatt
lagðan á ríka menn. Allur þessi ofsi varS nú reyndar bugaður
án mikillar baráttu, en hann hafði þó ónýtt allar tilraunir þeirra,
sem á löglegri hátt vildu hafa fram a5 Póllandi væri hjálpað með
öðru enn orðum, og sýnt mönnum hvers Frakkar möttu þjóð-
þing sitt. Hinir fjórir forsprakkar, sem vjer nefndum, og fleiri
voru strax settir í dýflissur, en af þingmönnum voru þeir Louis
Blanc og Caussidiére fyrst í Agúst ákjærðir fyrir að hafa átt þátt
í þessari uppreisnar tilraun; forðuðu þeir sjer þá báðir til Eng-
lands og eru þar enn.
jiannig var nú hin fyrsta árás ónýtt, og stjórnarnefndin
hjelt sjer enn; en það sást þó á öllu, að Lamarline, sem var
sálin í henni eins og hanu áður hafði verið það í bráðastjórnini,
var mjög farinn að missa álit sitt það einkum af því að hann
hjelt með Ledru-Rollín, og hafði með öllu áliti sínu styrkt það,
að hann væri valinn í stjórnarnefndina — ekki af því að hann
væri eins afarlegur í áliti sínu og hinn, en af því hann ímyndaði
sjer, að hann gæti með þessu móti sætt þá, sem voru frjálslyndir
með hófi við hina ofurfrjálsu ('raufru eða fjallifr, sem þeir nú
eins og i gömlu byltingunni hafa verið kallaðir, er yzt sitja til
vinstri handar í þinghúsinu). En þessi veglega viðleitni felldi
Lamartine í stað þess að frelsa fósturjörð hans, og strax í byrjun
þingsetunnar var sá maður, sem nýlega með million atkvæða
var valinn til fulltrúa þjóðarinnar, með miklu færri atkvæðum enn
menn hefðu búist við kjörinn f hina nýju stjórn. En það var þó
ei fyrr enn seinna , sem hann átti gjörsamlega að falla, svo að aðrir
gætu komist til valda, og skulum vjer nú sjá hvað eiginlege varð
tilefni til þess.
Hin almennu vinnuhús, sem bráðastjórnin hafði stofnað til
þess í bráð að gera eitthvað fyrir erfiðismennina, kostuðu landið
daglega meir enn því svaraði, sem þau gerðu gagn , og margir
mæltu móti þeim á þinginu. Stjórnin ásetti sjer því að bera sig
að taka þau af aptur, og sagði 22. Júní öllum erfiðismönnum,
sem í þeim voru, að fara burt úr borginni og leita sjer vinnu út
um land. Erfiðismennirnir, sem kviðu því að þeir ei mundu fá
neitt að gera þar, hikuðu við að hlíða þessu boði, og sendu
menn til stjórnarinnar; en Marie, sem þekkti meðal sendimanna
einn af þeim, sem höfðu brotist inn í þingsalinn 15. Maí,
svaraði þeim harðlega, og þá óx óánægjan. Samt hófst hin
eiginlega uppreisn ekki fyrr enn þann 23. þegar farið var að
hlaða víggarða, og stjórnin fór að búa sig til að bæla hana
niður. Eugéne Cavaignac, sem þá var herstjórnar-ráðgjafi,
virUilepustu svik og prettir, en það hefnr aldrei orðið sannað, og suinir segja
nd að fjendur hans Ledru-Rollin?) hafi logið öllu upp á hann — svo vjer
•rum ei fœrir um að segja hvað sannara er.