Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 155
FRELSIS HREIFINGARNAR.
157
hverjir prenntu5u þá og útbreiddu. En sálin i öllu var þó Koss-
úth, og honum á Ungverjaland það a5 þakka, að rjettur þess
varð ei troðinn undir fótum í þetta skipti, og mun naumastverða hjer
eptir. Til merkis um með hverju trúartrausti hann líka gekk út
í baráttuna, og til a5 sýna með hvílikum anda þetta stríð var háð
jfir höfuð, setjum vjer hjer því bæn hans yfir gröfonum við Ka-
pólna. Vjer höfum áður getið þess að þar fjellu margar þúsundir
manna, en Slagyarar gátu þá ei annað enn lauslega disjað
leiði landa sinna og urðu að snúa aptur yfir Theiss. En um vorið
þegar þeir komu aptur og hröktu Austurríkismenn allstaðar til
baka, náðu þeir líka gröfonum aptur, og þá rcið Kossuth með
ölluin þingmönnum og hershöfðingjum liðsins yfir að orrustustaðnum
og gerði þar bæn sína ytir haugonum með þessum orðum:
“Drottinn alvaldur, guð hermanna Arpads! líttu niður af
stjörnuhásæti þínu á hinn biðjanda þjón þinn, sem af vörum sín-
um sendir bænir þúsunda þúsunda upp til himins þins, lofandi hið
órannsakanlega afl almættis þíns.
“Guð minn! yfir mjer blikar sól þín og undir knjám mínum
hvílast bein hinna hugprúðu föllnu bræðra minna; yfir höfði mjer
er himininn blár og undir fótum minum er jörðin lituð rauð af
blóði sona feðra vorra. Láttu skína hina frjófgandi geisla sólar
þinnar, svo að blóm spretti upp af blóðinu og þessir rotnandi
grafarhjúpar fyrnist eigi skrúðalausir.
“Guð feðra minna og guð þjóðanna! heyrðu og blessaðu hina
karlmannlegu rödd hermanna vorra. sem að lifir í andi og armleggur
öflugra þjóða, til að sundurmola hinn hlekksmíðanda járnarm
ánauðarinnar.
“Frjáls maður krýp eg fyrir þjer á þessum nýju gröfum,
yfir bcinum bræðra minna. Slíkar fórnir helga jörð þina, þó hún
áður væri syndum flekkuð.
“Guð minn! á þessari heilögu grund, utan um þessar grafir
má engi þrælalýður búa! Faðir minn, mikli faðir feðra rninna!
almáttugur yfir ótölulcgum þúsundum! allsvaldandi, mikli guð
himinsins, jarðarinnar og hafanna! Af þessum beinum endurskín
dýrðarljómi, blikandi á enni þjóðar minnar — helga moldir
þeirra með miskun þinni, svo að hinar jarðnesku leyfar hetjubræðra
minna, sem fjellu fyrir hið heilaga mál, megi,hvílast í heilagleik.
“Vfirgefðu oss ei, mikli guð orrustanna ! I heilögu nafni þjóð-
anna lofað veri almætti þitt. — Amen!”
Austurríki var öldungis úttæmt eptir þetta stríð, og gat ei
lengur bjargað sjer sjálft. Af þeim 200000, sem með Windisch-
gratz höfðu farið inn i Ungverjaland, var sagt að ei hefðu komið
aptur nema 45000 vígfærra manna — hitt var tínt á ymsa vcgu,
sært, fallið eða dáið af sjúkdómi, en mestur hlutinn hafði tvíslrast
víðsvegar svo herinn mátti heita öldungis uppleystur. Dembinsky
vofði yfir Vín og Fressburg með liði sínu, og Austurríkismenn
hefðu aldrei getað varið hina síðar nefndu borg ef á hana hefði