Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 125
TKELSIg HREIFINGARNAR.
127
hve litið þar æfinlega hafi verið um það, sem annarstaðar hcfur
orðið að faili þjóðum og ríkjum: “heimskur almúgi og illgjarnir
höfðingjar.” jietta blómlega land, sem jafnt er til hneixlis ein-
völdum og ofurfrjálsum óvitum, gnætir nú hátt yfir öll önnurríki,
eins og allsherjar-dómkyrkja innanum smá sveitakyrkjur. Svo hátt
sem Shakspeare er yfir öllum skáldum, fornum og nýjum, svo eru
nú og Englendingar yfir öllum þjóðum. Meir enn erfingjar Róm-
verja f alsherjarríki, og miklu meir enn erfingjar þeirra i stjór-
narkunnáttu, ráða þeir nú yfir 170 millíónum manna, og af þeim
búa 130 mitlíónir í þvi landi, sem er hið bezta í öllum heimi og
skynsömum mönnum ber saman um að sje likillinn að veraldar
ríkinu. Jafnvel Pjetur Czar skyldi það, að þeir sem Indlandi
rjeðu mundu stjórna heiminum, og því langaði hann alltaf tll að
ná í það, en hamingjan vildi, sem betur fór, að Englendingar
skyldu erfa Stór-Mógúlinn, en ei siðlausir Rússar. Og þetta
ógnaríki er þó ei á sandi byggt eins og ^ríki einvaldanna, eða
haldið saman með kúgan og hermönnum. I öllum löndum sínum
hafa Englendingar ei vanalega nema 130000 hermanna, þar sem
þó Rómverjar höfðu 700000 til að halda i skefjum sínum 120
milliónum, og Frakkar með 500000 manna, semalltaferu til taks,
þó aldrei geta stutt hina klaufalegu stjórn sína yfir að eins 37
millíónum — Rússland viljum vjer ei tala um. En hvorki í
Ameriku nje á Englandi eru hermenn hafðir í þeim hávegum eða
álitnir svo ómissandi sem í harðstjórnar og einvalds löndonum,
og þó gengur þar allt langtum reglulegar og betur enn í þeim.
þ>ví frjálsir menn skylja það, að menn ráða bezt yfir öðrum með
því líka að lofa þeim að vera frjálsum og binda svo hag þeirra
við hag sinn, og því geta líka enskir stjórnarmenn æfinlega þegar
á þarf að halda með fullu trausti sagt eins og Nelson fyrir orrust-
una við Trafalgar: “England býzt við að hver maður geri skyldu
sína.” ýiannig geta Englendingar alltaf öruggir haldið á fram
hinu miklaætlunarverki sinu, aðútbreiða Kristindóminnogmcnntanina
yfir allan heim, án þess, eins og harðstjórarnir, við hvert fótmál
að vera hræddir um að þeim verði steypt úr völdum. þ>að er
ómögulegt að minnka ríki þoirra nema menn geti kollvarpað skyn-
seminni og menntaninni, því það er einmitt byggt á henni —
á dugnaði og iðnaði hvers einstaks af sonum Englands, en
ei á einráðum vilja nokkurs eins manns: afl þess og slyrkur
liggur mestpart í sál mannanna, en ei einungis í dauðri landareign.
Látum Indland losna frá, og hið sama skynsama frelsi og dugur
sem Ijet verzlunarfjelag eitt, er fyrir einni öld var lítils metið og
fátækt, á svo stuttum tíma vera búið að ávinna föðurlandi sínu
ríki Baber Kahns og Aurungzebe — hinn sami dugur mun ei
verða lengi að skapa nýtt og blómlegt ríki einhverstaðar í suður-
höfum, t. a. m. á Nýja Hollandi eða jafnvel kannske í sjálfu hinu
himneska ríki, China. Hvar heyra menn nú nokkurn tíma kvartað
yfir því, að ríki Englands hafi minnkað síðan það missti nýlendur