Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 134
136
mORBURFARI.
úr hreiGngunni útaf þessu máli, því þegar konungur neitaði að
samþykkja stjórnarlögin frá Frakkafurðu og val Prússa konungs
til keisara, hófst full uppreisn i Dresden 3. Maí. Konungur flúði
úr borginni og uppreisnarmenn voru um stund herliðinu yflrsterk-
ari; en þá var sent prússneskt lið til hjálpar og uppreisnin var
bæld niður án mikillar mótspyrnu, því hún var lika stofnuð í
ráðleysi og cngir duglegir menn til að standa fyrir henni. Wúr-
temberg var hið einasta konungsríki, þarsem konungur varð að
láta undan þjóðinni og viðurkenna ríkisstjórnarskrána, og sömulciðis
hafði Gagern fengið 30 sináhöfðingja til að viðurkenna hana áður
cnn svarið kom frá Berlinni. En þetla gat ei orðið að miklum
notum þegar þau ríkin, sem öflugust voru og fjölmennust, ckki
vildu gefa sitt samþykki, og einasti vegurinn fyrir þá, sem vildu
reyna að koma einhverju til leiðar hefði því verið að vekja upp-
reisn í Prússlandi sjálfu og kúga konung þar til að láta undan.
En í stað þcss voru ócirðamenn og vinstrihliðarmenn frá Frakka-
furðn að reyna sig á að koma upphlaupi til leiðar í suðvestur
horni fiýzkalands, sem liggur næst Frakklandi, þó engin von gæti
verið um að nokkur sannur árangar yrði að henni fyrir fiýzkaland.
Jieim tókst samt að koma því til leiðar í Baðen að stórhertoginn
ílúði, og að í Pfalz (þeim parti af Bæverjalandi, sem liggur fyrir
vestan Rin) var gerð uppreisn og sctt bráðastjórn eptir frakknesku
sniði. En Frakka öponum tókst ci bctur hjer cnn annarstaðar
þcgar sannarlega áreyndi, og í bjánaskap sínum drígðu þeir hvern
dvinafögnuðinn á fætur öðrum: mesla iðja þeirra var að stofna
ýmisleg gildi, kalla þau nöfnum, sem Ijetu vel í munni, og vera
að hrópa: “lifi”! “lifi”! það og það. Pólski hershöfðinginn
Mieroslawski, sem kom til þeirra frá Sikiley, gat ei gjört mikið
með slíkum mönnum, og eptir nokkrar orrustur lagði hann niður
herstjórnina og forðaði sjer til Svyzlands. Hann hefur allstaðar
verið óheppinn hvar sem hann hefur tekið þátt i striðum og upp-
reisnum: í Pósen, á Sikiley og nú seinast í Baðen, cn þó efast
enginn um hrcysti hans og herstjóra dugnað. fjcgar hann var
farinn veitti Prússuin, sem líka voru komnir þar eptir beiðni
stórhertogans, hægt að buga mótstöðuna og í Júlí var allt búið og
kastalar teknir aptur. Prínzinn af Prússlandi (bróðir konungs og
konungsefni), sem fyrir herliðinu var, Ijet uppleysa baðenska
herinn, sem þátt hafði tekið í uppreisninni, og árangurinn af öllu
varð sá að Prússar náðu fótfestu í Suður-Jjýzkalandi, og kom
þeim það eigi svo illa.
Jiannig var nú bæld niður öll hreifing á ýjýzkalandi um stund,
og konungarnir höfðu sjálfir brotið niður þá smíð, sem þeir í
fyrstu rjettu fram höndur sínar lil að reisa. Ríkisforstjórinn er
reyndar enn til að nafninu og hefur sjer ráðaneyti (forseti þess
Wittgenstein fursti), enn þinginu í Frakkafurðu er tvístrað
víðsvegar og það er horíið af sjálfu sjer. Vinstrihliðarmenn voru
lengst að flækjast um í Wúrtemberg, og þóttust cnn vera fullgilt