Andvari - 01.01.1885, Page 8
2
Æfiágrip
8. Jón Oddsson Hjaltalín, sýslumaður í Gullbringu-
sýslu (f 1754); hans son
9. Oddur Jónsson, lögrjettumaður á Rauðará hjá Revkja-
vík; hans son
10. Jón Oddsson Hjaltalín prestur, faðir landlæknis
Jóns Hjaltalíns.
Annan ættlið hans má rekja til Lopts ríka Gutt-
ormssonar á Möðruvöllum í Eyjafirði, því að af því bergi
var brotin móðir hans, Gróa Oddsdóttir, dóttir sjera
Odds porvarðarsonar, prests að Reynivöllum í Kjós, er
dó 1804; Gróa var síðari kona sjera Jóns Hjaltalíns.
Kona Jóns sýslumanns Oddssonar Hjaltalíns hjet
Metta. Faðir hennar hjet Jens Jóhannsson, og var bœjar-
lógeti í Árósum á Jótlandi. Jón sýslumaður mun fyrstur
hafa tekið sjer ættarnafnið „Hjaltallníí, ogdregið það af
Hjaltadal í Skagafirði, með því að hann mun hafa verið
þar borinn og barnfœddur, er faðir hans var ráðsmaður
á Hólum.
Jón landlæknir Hjaltalín ólst ujip hjá foreldrum
sínum fyrst í Saurbœ, og síðar á Breiðabólsstað á Skóg-
arströnd, er faðir hans fluttist þangað um vorið 1811,
unz hann fór í skóla, og að líkindum hefur faðir hans
búið hann sjálfur undir skóla. Um haustið 18251 kom
hann í Bessastaðaskóla, og settist þá í neðri bekk ; eptir
tveggja ára dvöl þar eða 1827 var hann fluttur uþp í
efri bekk, og var þar 8 vetur. Meðan hann dvaldi í
Bessastaðaskóla, fjekk hann hálfa ölmusu (30 rd.) þrjú
fyrstu árin, en heila ölmusu tvö hin síðustu. Að þess-
um fimm árum liðnum mun liann hafa vonazt eptir að
verða útskrifaður; en það hefur brugðizt honum, en af
hverjum ástœðum verður eigi sjoð. Að líkindum hafa
1) „Almindeligt Forfatterlexicon for Danmark11 o. s. frv. „ved
Tliomas Hansen Erslew“, Krnli. 1843, segir, að liann hafi komið
í Bossastaðaskóla 1824; en það er cigi rjett; Jivi að í bókum
Bessastaðaskóla segir mcð berum orðum, að liann hafi komið
þangað 1. d. októbermánaðar 1825.