Andvari - 01.01.1885, Síða 11
Jóns Hjaltalíns.
5
í Yiðey; var það sögn margra, að liann hefði ritað bœkling
þennan að nokkru eptir hvötum ýmissa kaupmanna lijer
í Eeykjavík, enda mun hann hafa þótzt eiga sjera Tóm-
asi Sæmundssyni grátt að gjalda fyrir dóm hans um
dýralækningabók sína í Fjölni 1839. Arið 1840 fjekk
hann nokkurn styrk til að (erðast hingað til lands, ti! að
kynna sjer holdsveikina hjer á landi, og dvaldi hjer
megnið af sumrinu. Sama sumarið, 15. dag ágústmán-
aðar, gekk hann að eiga heitmey sína, Karen Jacobine,
dóttur H. II. Baagöe, sem þá var verzlunarstjóri hjer
í Keykjavík, en áður í Húsavík í Pingeyjarsýslu. Með
henni lifði hann í hjónabandi í nær 26 ár, unz hún dó
22. dag maímánaðar 1866, en ekkert eignuðust þau barn
saman. Um haustið sigldi Jón Hjaltalín aptur til
Kaupmannahafnar, og var þar næsta vetur; en um
vorið 1841 fjekk liann enn fjárstyrk úr sjóði þeim í
Danmörku, sem nefndur er „ad usus publicos“, til að
fara til pýzkalands, til að kynna sjer vatnslækningar,
sem þá voru í miklutn uppgangi á Pýzkalandi. J>á er
hann kom aptur úr þeirri ferð, fór hann þegar að liugsa
tim, að korna á fót vatnslækningastofnun í Danmörku.
1. dag júlímánaðar 1842 var hann skipaður læknir við
5. hersveit fótgönguliðs Dana. 30. dag aprílmánaðar 1844
fjekk hann leyli til að reisa vatnslækningastofnun við
Klanipenborg á austurströnd Sjálands, hjer um bil rúma
eina mílu norður frá Kaupmannahöfn, og honum látið
þar eptir hœfilegt svæði til stofnunarinnar; tók hann þá
þegar að safna fje til stol'nunar þessarar, og gekk það
allgreiðlega, svo að árið 1846 var stofnun þessi fullgjör;
gjörðist Hjaltalín þá læknir við liana, en fjekk lausn frá
embætli sínu sem herlæknir 4.dag maímánaðar það ár.
Við vatnslækningastofnun þessa var hann læknir í 5 ár,
eða þangað til 1851; kom þá upp eitlhvert ósamlyndi
millutn hans og s(jórnanda stofnunarinnar ogannarameð-
eiganda. svo að hann sleppli þar læknisstörfum öllum,
°g yfirgaf stofnunina, enda mun hann ávallt liafa þráð,