Andvari - 01.01.1885, Qupperneq 14
8
Æfiágrip
statt með læknahjálp, og að aldrei geti komizt lag á
það mál nje á sjúkdómafrœði landsins, fyr en læknaskóli
og spítali verði stofnaður hjer á landi. Það má víst með
sanni segja, að umbœtur á læknaskipun landsins var það
mál, er lionum lá ríkast á hjarta, er hann var skipaður
landlæknir hjer, og saga þess máls er svo samtvinnuð
aðgjörðum lians, að jeg verð að ætla það eiga vel við í
æfisögu lians, að rekja aðalatriði þess máls.
Hið fyrsta, sem liann gjörði í því máli, eptir að
hann var orðinn landlæknir, var það, að hann ritaði
bœnarskrá til alþirigis 1857, og beiddist þess, að al-
þingið styddi þá uppástungu, að sjúkrahús yrði stofnað
hjer í Eeykjavík og innlendri læknakennslu á komið (Sjá
alþ.t. 1857, bls. 156 — 160). Alþingið ritaði og bœnar-
skrá til konungs um málið í sömu stefnu og Hjaltalín
hafði farið fram á, en stjórnin gat eigi gongið að þeim
uppástungum. 1859 var Hjaltalín sjálfur orðinn kon-
ungkjörinn þingmaður, og bar þá sjálfur fram uppástungu
um stofnun læknaskóla og spítala hjer í Keykjavík, og
ritaði þingið þá enn bœnarslaá til konungs um málið,
en stjórnin gat enn eigi fallizt á uppástungur þingsins;
en aptur á móti varð sá árangurinn, að heitið var auka-
styrk þeim íslendingum, sem stunduðu læknisfrœði við
háskólann í Danmörku, en þrátt fyrir þau heityrði fjölg-
aði eigi íslenzkum lækna-efnum. Á þinginu 1861 var
málið enn tekið til umrœðu. Varð sú niðurstaðan beint
eptir tillögum Hjaltalíns, að í bœnarskrá þirigsins til
konungs urn málið var þess beiðzt, að landlæknirinn
mætti veita stúdentum kennslu í læknisfrœði, og þegar
þeir hefðu gengið undir próf eptir þeim reglum, scm
landlæknirinn kœmi sjer saman um við hið konunglega
heilbrigðisráð í Kaupmannahöfn, að þeir þá gætu orðið
hjeraðslækriar hjer á landi með fullu læknisleyfi, og til
kennslu þessarar rnætti verja 600 rd. (1200 kr.) úr hin-
um almenna læknasjóði (spítalasjóði). Eins og sjá má
af þessu, vildi Hjaltalín eigi lengur halda því til streitu,