Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 32
26
Odáðaliraun.
illt að liitta skörðin, sem hvergi standast á. Síðan fóru
þeir yfir Jökulsá á Fjölluna í einu lagi, var hún ei dýpri
en í kvið, og hlóðu þeir þar vörðu; þeir fóru rjett fyrir
neðan kvíslarnar, en þar er hún nú víst optast ófær.
Nokkru fyrir vestan vaðið kojnust þeir í þvílíkt vonsku-
liraun fyrir neðan jökulinn, að þeir voru nærri búnir að
missa hestana; þeir misstu undan þeim járnin og vara-
járn gengu upp, því hófarnir tættust sundur á hestun-
um í hrauninu. Úr hrauninu komu þeir á breiðan háls,
sem þeir kalla Urðarháls; fóru svo enn vestur uns þeir
um kvöldið voru komnir á móts við jökulhornið vestasta.
Eigi vissu menn þá af Vonarskarði, milli Vatnajökuls og
Tungnafellsjökuls, og lijelt Pjetur, að þar væri að eins
hvylft í jökulinn með sinátindum upp úr1. Úeir Ijetu
fyrir berast norður af jökulhorninu um nóttina. Morg-
uninn eptir hjeldu þeir vestur undir hæðadrög við Skjálf-
andafljót. Síðan sneru þeir í hánorður og komu um
miðaptan í Hraunárdal móts við Afangatorfur; þar hittu
þeir menn, sem voru við fjársöfn og vísuðu þeim til
vegar til Mývatns. J>eir Pjetur höfðu, er þeir komu frá
jökulhorninu, fundið haglendi nokkurt efst í Hraunár-
botnum og vísuðu leitarmönnum þar til kinda; hcitir
það haglendi enn »Jökuldælaflæða». Af Hraunárdal fóru
þeir í Yxriadal og þaðan í Króksdal, og voru undir Haf-
urstaðahlíð um nóttina. Á þriðjudaginn fóru þeir að
Reykjalilíð, og þaðan á miðvikudag og íimmtudag heim.
Pjetur hafði í fyrstu ætlað að fara sömu leið til baka frá
Skjálfandafljóti, en það gátu þeir eigi, því hestarnir voru
orðnir svo örmagna og hófsárir, að þeir treystu þeim
eigi.
Björn Gunnlaugsson fór fyrstur allra manna vís-
I) Sveinn Pálsson, hinn mesti náttúrufræðingur, sem ísland
hefir átt, næstur Eggerti Olafssyni, er hinn fyrsti sem segir, að
pessi lægð, sem Pjetur Brynjólfsson líka liafði sjoð, sje að öll-
um líkindum Vonarskarð, og Tungnafetlsjökull, orliann kallar
Blágnýimjökul, sje frálaus. Isl. vulk. og bræer., bls. 7 og 14,