Andvari - 01.01.1885, Page 38
32
Odáðaliraun.
merki þess, að þar væri dalur, sem hann þó eigi hafði
haft tíma til að kanna. Haustið 1846 kðnnuðu Bárð-
dælingar þenna dal og kölluðu hann Nýjadal; lýsir
Sigurður Gunnarsson dalnum í Norðanfara 1876. Nú
er dalur þessi nákunnur byggðarmönnum, og er leitaður
á hverju hausti.
Um haustið 1855 fóru 4 Mývetningar um Ódáða-
hraun til þess að leita að fje og högum; í þeirri för var
Jþ flljd J^n Hinriksson/á Helluvaði og Jónasá Grænavatni, sem
fyr var get.ið; höfðu þeir tvo hesta hver og hey með
sjer. Þeir fóru úr Suðurárbotnum upp undir Dyngju-
fjöll, suður dalinn milli þeirra og vesturfjallanna lægri,
svo sunnan við DyngjufjöII og að suðausturhorni þeirra;
voru þeir þar nm nótt á hagadrögum og íiæðum. Næsta
dag riðu þeir að Svartá, svo norður Yaðöldu í Upptypp-
inga, og fundu þar melland töluvert; það er nú gjörsam-
lega eytt af vikurgosinu 1875; komust þeir í Herðu-
breiðarlindir um kvöldið ; síðan gengu þeir Lindarnar og
Grafarlönd, því þá var gangnatíð, og bjeldu síðan heim
vanalega leið leitarmannna.
Enn liðu tuttugu ár, svo að enginn fór um þessar
stöðvar; en þá varð viðburður sá, er lengi mun í minn-
um hafður: vikurgosið mikla úr Öskju 1875. Við
það vaktist athygli manna á þessum hjeruðum utan
lands og intian, og það varð til þess, að nokkur hluti
Odáðaltrauns varð miklu betur kunnur en áður. I3egar
Watts kom af ferð sinni yíir Vatnajökul, fór hann niður
af jöklinum austan við Kistufel), og sá þá beint fyrir sjer
reykina miklu úr Dyngjufjöllum. jpeir fjelagar klöngruð-
ust niður á sandana um jökulskörðin milli Kistufells og
skriðjökulsins þar fyrir austan; tjölduðu þeir á söndun-
um og hjcldu síðan norður með jökulsá; þar skildu þeir
allt það eptir, sem þeir á nokkurn hátt gátu án verið, og
gengu svo norður á Vaðöldu, komu að Svartá og tóku þar
hvannir og átu, því þeir voru orðnir nærri matarlausir.
]?egar þeir komu iun á vikurrast.irnar, varð gangurinn