Andvari - 01.01.1885, Side 51
öcláðahraun.
45
ar og hállTrosnar bláir og aurar. Bláfjall er allt hið
neðra úr móbergi, en efst eru hamrarnir allir úr dóleríti;
t>að er dólerítinu að þakka, að þetta fjall gnæfir svo yfir
önnur fjöll, því ís og vatn hafa eigi unnið á því sem
öðru í kring, þár sem minna dólerít. (eða ekkert) hefir
verið ofan á. Svo or með fjölda mörg fjöll önnur bæði
hjer og á Reykjanesskaga. Dólerítið efst á Bláfjalli sýn-
ist ekki vera ísnúið, en hraunbárur eru víða á því
að ofan. Syðst á fjallinu er hæsti toppurinn; það er liá
og oddmjó þúfa; við hana er stór allöng hvylft, som
mjög líkist gígi; í holu þessari er djúp tjörn; þúfan er
að eius hæsti hnúkurinn á gígröndinni og í henni gjall.
í*að lítur svo út, sem efsti hlutur Bláfjalls hafi staðið
UPP úr jökulbreiðunum á ísöldinni, og því hafi ekki
raskazt gígurinn og dóleríthraunið efst á því. Dólerítið
er gamalt hraun, sem brunnið hefir fyrir ísöldina. Af
hæstu nybbunni var ágæt útsjón suður í Yatnajökul og
norður á íshaf. Yið ætluðum að fara niður suðaustur
af ijallinu til þess að stytta oss loið, og ganga svo sand-
ana norður með, en komumst hvergi niður fyrir hamra-
heltum og snarbröttum hengifiugum; urðum við að snúa
á hina fyrri leið, en gengum nú austar nær brúnunum;
hær eru hjer tvöfaldar og í hinum efri stórir skaflar og
tjarnir undir og lælcir; öll er náttúran hjer hrikaleg og
köld, og hvergi sjest stingandi strá. Örðugt var að
ganga niður snarbratta lausaskriðu; en við komumst þó
klakklaust að tjaldinu um kl. 3; þá var Ögmundur bú-
ltln að finna hestana, og höfðu þeir verið hlaupnir nærri
oiður að Grænavatni; kl. 6 hjeldum við aptur á stað
mðuríbyggð og fórum út Heilagsdal austanverðan fram
lueð Búrfellsfjöllum gamla brennisteinsveginn til byggða;
iyrir neðan dalopið cru margir mellijallar og grófir, og
íórum við þar niður síðan milli prengslaborga og svo
UU1 hraunin niður að Grænavatni.
Næsta dag fór jeg að Eeykjahlíð vestan um vatn,
nðum við um áGautlöndum, yfir Laxá hjá Geirastöðum