Andvari - 01.01.1885, Qupperneq 54
48
Ödáðahraun.
endi Námufjalls er allur sundurtættur af jarðeldum; þar
standa gígir upp á fjallsröndinni, og hafa fossað frá þeirn
hraun niður á milli Jarðbaðshóla; eru hraunin nýleg, og
hafa, ef til vili, myndazt á árunum 1724—30. Suður
af Námufjalli, suður að Bláfjallsrönum, eru Lúdentsborgir
og J>rengslaborgir 1 þráðbeinni röð; borgir þessarmynda
vesturrönd þess hálendis, sem er fyrir austan Namufjali,
og Búrfellshraun er á. Elztu gosin sýnast hafa komið
úr nyrztu borgunum, hin yngri úr binum syðri. Lúdent
sjálfur er stór gígur, eigi ósvipaður Hverfjalli að lögun,
en miklu minni.
Hinnl4. júlí gekk jeg upp á Hlíðarfjall; það er 2480fet
á hæð, og þaðan er hin bezta útsjón; jeg hafði reyndar
tvisvar komið þar upp 1876, en þurfti samt enn að
mæla þaðan til fjalla suður á öræfum. Fjallið er sjálft
úr »líparíti», en hjallar þeir, sem það stendur á, eru úr
móbergi; líparítið klýfst þar víðaíhellur og efst í reglu-
legar súlur; það er ýmislega litt, optast mórautt, stund-
um grátt og hvítt; stórar biksteinsklappir eru fremst í
fjallstindinum. pað er einkennilegt frá fjallinu að horfa
ylir hjallana, sem það stendur á; sýnist landið, sjoð úr
hæðunum, eins og það væri sniðið sundur í ótal ræmur,
afþví grasi vaxnar gjár ganga um það hver við aðra frá
norðri til suðurs; þvergjár skipta þessum spildum aptur
í ferhyrnda reiti; þegar farið er um landið sjálft, er illt
að taka eptir þessu, en það sjest þegar litið er yfir heild-
ina. Víðast hvar eru vesturbarmarnir á þessum sprung-
um hærri, svo landið helir sokkið austur við Dalfjall og
Námufjall, og er það eðlilegt, því um þær slóðir hefir
hraunleðja ollið út um ótal sprungur, sem fyr hefir verið
frá sagt. Sprungur þessar eru afargamlar, framkomnar
ótal öldum fyrir landnámstíð; þær eru oins og grunn
smádaladrög, og á botni þeirra er opt einkennilegur
jurfagróður, mest geldingalauf (salix herbaceaý, limur
(Loiseleuria procumbens) og Sibbaldsjurt (Sibbaldia pro-
cunibens). Erá Hliöarfjulli cr bezta útsjón yfir þau hin