Andvari - 01.01.1885, Page 56
50
ÓcTáðahraun.
eg; sneri fylgdarmaðurinn aptur í Horðubreiðarlindum,
svo við Ögmundur urðum tveir einir eptir. Þegar við
fórum á stað, var þokuveður, suddi og dimma til fjalla,
þó rofaði nokkuð til á milli. Búrfellshraun ná því nær
vestur að Námufjalli og norður að Sandbotnafjöllum;
eru þau áföst við Ódáðahraun. Alstaðar eru gömul
hraun undir á Mývatnsöræfum sunnan til, en norður frá
eru sandar, melar og urðarölduiy allt norður fyrir Eilíf.
Fyrir vestan nýja hraunið eru 3 raðir af eldborgum:
Kræðuborgir út og austur af gúrfelli; til forna hefir
orðið Geysimikið jarðfall norður af þeim, miili »eystri-
og vestari brekku». Þessar brekkur eru jafnhliða og ná
allt norður undir Eilíf; þær eru 40—50 fet á hæð og
alllangt á milli. Þá eru ltauðuborgir og Sveinar, er
Sveinagjá tók nafn af. IJegar fór að gjósa 1875, fylltist
Sveinagjá af hrauni og rann út af báðum börmum.
Töluvert niðurfall er norður af Nýjahrauni, og mynd-
aðist það, þegar þar fór að gjósa. Gjár og jarðföll eru
mjög víða á Mývatnsöræfum, enda er það eðlilegt, þar
sem önnur cins ókjör af eldleðju hafa ollið upp úr jörð-
unni. Frá norðurendanum á Nýjahrauni stefndum við
í suðaustur, sunnanvert við Hrossaborg; það er stór gíg-
ur við Jökulsá. Kalt var þegar við vorum að ríða aust-
ur um, hiti að eins 1—2#C; jeljadrög drifu inn með
fjöllunum, svo þau hvítnuðu niður undir rætur. Suður
og austur af nýja hrauninu er land fremur ljótt og
marflatt eins og glerrúða; eru gömul helluhraun undir,
en roksandur ofan á með einstöku melhnausum; ltoma
hraunbungur hjer og hvar upp um sandinn. Er það
fremur ömurlegt að sjá eintóma mógráa sandsljettu og
einstakar smáþúfur eða körtur með nokkrum melstrám
1 toppinum. J>ogar hvessir, er eigi þægilegt að fara um
landið; vjor sáum allt af til sandroksins í norðri nokkru
áður en það náði oss; mórauðir öskustólpar þyrlast mörg
hundruð fet í lopt upp, fleiri og fleiri sameinast, og brátt
er allt hulið í myrkasta moldviðri. Ekkort veður þekld