Andvari - 01.01.1885, Page 64
58
Odáðahraun.
og í hinu nafntogaða eldfjalli Kilauea á Sandwich-eyj-
unum. Sumstaðar hafa randir gígsins sprungið í sund-
ur, er þar allt umturnað oghverju heljarbjarginu hrúg-
að ofan á annað. Á miðri hraunsljettunni hefir mynd-
azt stórkostlegur gígur, 4 — 500 fet að þvermáli og 6 —
700 fet á dýpt; ekki eru barmar þessa gígs hærri en
sljettan í kring, og her ekki á honum fyr en maður er
korninn á sjálfan barminn. Yarla er hægt að hugsa sjer
mikilfenglegri sjón, on að standa á þessum þverhnýpta
gígbarmi og horfa niður í hyldýpið; snjór er á botnin-
um og jökulglerungur utan í gígnum að innan upp undir
barrna, svo þessi tröllaketill er mjallahvítur að innan
eins og hann væri renndur í marmara; heljarhjörg, sem
oltið hafa ur börmunum, eru eins og svartar smáagnir
í botni gígsins. Stórkostlegt hofir verið að horfa niður
í þennan gíg, þegar hann var tóinur eptir gos, því af
brottu barmanna má ráða, að lrann er helmingi dýpri
en sjest og til hálfs fullur af jökli og snjó. Austur úr
þessum gíg er dálítið hlið, sem hnýtir hann við annan
ketil miklu minni austar; á sljettunni markar og fyrir
öðrum tveim smágígum, en allir voru þeir fullir
af snjó. í Dyngjunni eru eintóm basalthraun, en þó
lágu í kringum aðalgíginn stór rauðleit »trakyt»-björg,
'svo af því sjest, að einhvern tíma hefir þar orðið trakyt-
gos, líkt og varð í öskju 1875.
Snjóhríð var, þegar við komum upp á fjallið, svo
ekkert sást, en jeg setti þó upp mælingarverkfærið (theo-
dolítinn), ef vera mætti að jeljaganginum Ijetti af; bið-
um við svo 17,j klukkustund skjálfandi af kulda, því
frostið var 1 x/2 stig, og allt í kring um oss eintómur
vetur, skaflar og svellglerungur á steinum; smátt og
smátt fór þó að Ijetta af og jelin að ganga suður yfir,
þá fór að glóra í ýmsa fjallatoppa, svo jeg gat mælt til
þeirra þegar þeir sáust, og loks varð veðrið þolanlegt,
þó kalt væri; maður verður fljótt loppinn af því í sí-
fellu að fitla með berum fingrum við málmskrúfur á