Andvari - 01.01.1885, Page 79
Ödáðahraun.
73
milli hans og fjallaranans af gífurlegum gjáarbarmi.
Ganga þar tvær gjárbrúnir frá suðri til norðurs með
breiðri niðursokkinni landspildu á milli, eptir lægð milli
miðrana og vestasta hryggs fjallanna; eru gjáarbarmarnir
meir en 100 fet á hæð og jarðfallið um Vr á
breidd og líklega 4—5 mílur á lengd; hvergi hefi jeg
sjeð gjár á íslandi, er jafnast geti við þessar, nema Al-
mannagjá og Hrafnagjá. Lengi vorum við að leita til
uppgöngu á vestari barminn; alstaðar voru þverhnýptir
hamrar, uns fyrir okkur var klif, sem við komumst upp,
og voru við það þrjú vörðubrot uppi á barminum; hefir
klifið auðsjáanlega einhvern tíma verið rutt. en nú er
grjót mjög fallið í það úr börmunum. Þaðan eru í
beina stefnu vörðubrot við og við í Fremrinámur.
Merkilegt er, að byggðarmenn aldrei skuli hafa fundið
vörður þessar, og þó i'ara þeir stundum nálæga leið í
fjallleitir í Grafarlönd. pegar hjer var komið, hugðum
við allar torfærur úti, en því var ekki að fagna. Hokk-
uð fyrir austan Fremrinámur norður af austurhlíðura
Kerlingar-Dyngju er mjög nýleg hraunspilda, og nær
hún langt norður á öræfi. Hraun þetta hefir ollið þar
upp úr sprungum 1875, er gaus á Mývatnsöræfum, í
beina stefnu suður frá eldborgunum í Sveinagjá; vissu
menn ekkert um þessi gos, og þegar Johnstrup skoðaði
Nýjahraun 1876, vissi hann ekkert til þeirra, og á
uppdrætti hans af hrauninu er þar alls ekkert hraun
sett. Hraun þetta er ákaflega úfið, sumstaðar mjótt og
í mörgum örmum eptir landslaginu. Fyrir austan hraun
þetta er jörðin öll sundur tætt af hyldýpissprungum, og
gekk mjög erfitt að komast yfir þær. Urðum við að
láta hestana stökkva ytir sumar, en fara sumar á urð-
arbrúm, sem opt sviku, svo hestarnir voru rjett komnir
ofan í. Man jeg ekki til, að jeg hafi komizt í hann
krappari en þar, eða gengið fremur með lífið 1 lúkun-
um; var það mesta mildi, að ekkert slys skyldi verða
á mönnum nje skepnum; opt urðum við að fara ótal