Andvari - 01.01.1885, Page 80
74
Odáðahraun.
króka milli sprungnanna á örrajóum liryggjum, uns við
gátura komizt yfir og opt komumst við í mestu ógöng-
ur og urðum að snúa aptur. fegar við komum að
Nýjahrauni, leituðum við fyrir okkur, hvort hvergi væri
þar fært, yfir, en pað var ekki tiltök að koma þar nokk-
urri skepnu; var okkur því nauðugur einn kostur að
fara suður með hrauninu, og hjeldum við suður með því
upp eptir austurhlíðum Kerlingardyngju. Syðst við Nýja-
hraun sá jeg mjög einkennilega sprungu; var hún mjög
lítil, 30—40 fet á lengd og 3 — 4 þumlungar á breidd;
á henni höfðu myndazt 12 smágígir, að öllu eins lag-
aðir sem stórir gígir, en svo smáir sem þeir væru ætl-
aðir til leikfangs fyrir börn; op flestra var að eins 4—5
þumlungar að þvermáli, en op hins stærsta var 2 fet;
frá gíg þessum höfðu kastazt hraunslettur 10 faðma á
braut. Er Nýjahraun þraut, tók við stórkostleg gjá, sem
aldrei ætlaði enda að taka osr hvergi var hægt yfir að
komast. Ögmundur rak hestana suður á við neðar í
hrauninu, en jeg hljóp allt af eptir gjábarminum til þess
að reyna að finna hvar fært væri yíir; fórum við svo
suður með gjánni í 2—3 tíma; þá minnkaði hún og
skiptist í smærri gjár, og gátum við svo klöngrazt yfir; var
þá komið miðnætti og hafði Nýjahraun og sprungurnar
tafið okkur um 5 stundir. Riðum við svo um mjög
leiðinleg hraun vestur um Kerlingardyngju; veður hafði
verið mjög heitt um daginn og ætluðum bæði við og
hostarnir að örmagnast af þreytu og þorsta, því hvergi
var vatnsdropi alla leið. Við sáum þá poll undir skafli
í hrauninu austur af Katli við Fremrinámur og flýttum
okkur þangað, og var gleðin og fögnuðurinn mikill hjá
mönnum og hestum. f>ar fengu klárarnir seinust hey-
tugguna, en lítið höfðum við sjálfir að hressa okkur á,
því öll matvæli voruáþrotum. Riðum við svo að Katli
við Fremrinámur og þaðan hrennisteinsveginn gamla á
Heilagsdal austan undir Bláfjalli og tjölduðum þar kl.
2 um nótlina. Um nóttina og næsta morgun var vonzku-