Andvari - 01.01.1885, Page 90
84
Odáðalirauu.
eitt til vesturs og mynda síðan hálsabrúnir marg-sund-
urtættar, er ganga norðaustur í Trölladyngju, en lækka
þó smátt og smátt, er norðar dregur. Af því hjallar
þessir ganga svo mjög austur á við, verður skarðið mjög
breitt að norðan og myndast í því stórt undirlendi
milli norðurrananna á Tungnafellsjökli og hjallanna upp
af Gæsavötnum; hallar þessu undirlendi hægt og hægt
niður að aðalhálendinu og verður eins og krókur úr
því inn á milli jöldanna. Tindarnir beggja vegna í
Vonarskarði miðju sýnast ganga á misvíxl, er maður
kemur að norðan eða austan, og því er það eigi undar-
legt, þó menn bjeldu áður, að hjer væri að eins hugða
inn í jökulinn og skarðið væri hvylft með smátindum
upp úr hjarninu. Jökulrani sá, sem gengur úr Vatna-
jökli að Vonarskarði miðju fyrir sunnan jökulkrókinn,
er eigi frýnilegur útlits; jökullinn er þar mjög hnökr-
óttur; þar eru móbergstindar, umhverfðir skriðjöklar
með urðarrákum, sprungum, stórgrýti og malarkömbum;
skriðjöklum þessum hallar suðvestur af, að norðan er
hærra og þverhnýptir hamrar standa víða út úr hjarn-
inu. Rani þessi endar með móbergshöfðum út að skarð-
inu og eru milli þeirra og jökulrandarinnar sundurtættir
móbergstindar og eldgígir; hafa þaðan fallið 2 eða 3
hraunkvíslar til norðvesturs niður á melana fyrir sunn-
an Rjúpnakvísl. Úr undirhlíðum jökulsins við Gæsa-
vötn og alla leið þaðan norður í Trölladyngju hefir
fallið hver hraunspýjan eptir aðra; er þar allt umhverft
og ákaílega ijótt að líta yfir. Tvö hrauntögl hafa runn-
ið úr hálsunum, sem ganga norður úr Tungnafellsjökli
vestan íljóts; koma þær (í einu lagi?) niður að Skjálf-
andafljóti, þar sem það fer að beygjast beint til norð-
urs. Skjálfandafljót kemur sunnan úr Vonarskarði og
reunur austan við Tindafell. Tindafell er sunnar og
vestar en sýnt er á Uppdrætti íslands og miklu minna
að tiltölu en þar er gjört. Aðalvatnið kemur úr Vatna-
jökli; rennur fijótið norður með Tungnafellsjökli Iitla