Andvari - 01.01.1885, Side 91
Odáðahraun.
85
stund, slær sjer svo lítið eitt austur á við og rennur
síðan til norðvesturs eptir að Ejúpnakvísl er fallin í
það. Rjúpnakvísl kemur upp í jökulkróknum suður af
Gæsavötnum; rennur fyrst í gljúfrum til vesturs, en
slær sjer síðan norðvestur í fijót og eru nokkur gljúfur
þar sem hún fellur í það. í króknum, þar sem kvíslin
fer að beygja til norðvesturs, falla í liana smálindir að
sunnan; eru þar mosa- og hagateygjur, sem jökulfar-
arnir fundu 1880 og kölluðu Ejúpnabrekku; eptir henni
kalla jeg kvíslina Ejúpnakvísl. í sama jökulkróknum,
litlu norðar, sprettur upp önnur kvísl; rennur hún víð-
ast hvar í hrauni og kölluðum við hana Hraunkvísl;
fellur hún í fljótið töluvert norðar en Rjúpnakvísl; í
henni var nú bergvatn, en Jón forkelsson sagði, að
1880 hefði hún verið jökulvatn; slíkt breytist víst hjer
títt eptir veðráttu og leysingum. Suður í skarði suður
af Ejúpnakvísl sá jeg tvær tjarnir og virtist nokkurt
vatn falla frá þeim niður í fljótið. Að vestanverðu
fellur engin kvísl sem teljandi sje í ífjótið nema Jök-
ulfall; sprettur það upp í Tungnafellsjökli og follur
vestan við hálsana, er norður úr honum ganga í fljótið
norður af svo kölluðum Stóra-Flæðuhnúki (austanfljóts),
þar sem ffjótið beygist beint til norðurs.
Rjett norðan við jökulkrókinn, norðaustarlega í
mynninu á Vonarskarði, eru Gæsavötn. Smá dýjavermsl
koma upp undan hjöllum þeim, er jökullinn hvílir á,
safnast saman og mynda tvær tjarnir á melunum. Mel-
öldur eru allt í kring, svo ekki er gott að sjá tjarnir
þessar fyr en að þeim er komið. Sum af dýjavermslum
þessum koma undan hrauntagli, sem fallið helir rjett
niður að tjörninni nyrðri. Gróður er hjer sáralítill,
eins og eðlilegt er, rjett uppi við jökulrönd og svo hátt
yíir sjó. Jurtir eru allar mjög smávaxnar og kyrkings-
legar og er á þeim meiri luilda- og heimskautablær en
jeg liefi sjeð annarstaðar á íslandi, og það jafnvel meiri
en í Grímsey. Einkennilegt er það, að á báðum þess-