Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 96
90
Odáðaliraun.
fara milli hrauns og jökuls, þó það sje mjög örðugt
sökum jökulkvísla og sandbleytu; hestarnir lágu í hvað
eptir annað og bröltu á knjánum í sandbleytunni.
Þegar við vorum komnir að norðurtanga jökulsins, var
orðið dimmt, og settumst við því þar að, því að eigi
þótti oss tiltækilegt að fara austur yfir Jökulsá í myrkri.
Yið tjölduðum uppi á sjálfri jökulröndinni, til þess að
hafa skjól milli íshnúkanua. fað væri synd að segja,
að tjaldstaðurinn hafi verið fallegur, en við lítið má
bjargast í vandræðum. Nepjukuldi var um kvöldið og
harðir byljir niður skörðin milli klakanybbanna. Kalt
var og hvasst um nóttina, og smámölin lamdist á tjald-
inu. Hestunum gáfum við hey og deig, og bundum þá
svo. í kaffið, sem við hituðum okkur, höfðum við ekk-
ert annað en kolrnórautt jökulvatn.
Um morguninn var kuldanepja, og hestarnir hríð-
skulfu og voru glorhungraðir, og fengu það sem eptir
var af heyinu. I3að var ekki fallegt að líta í kring um
sig. í kring um tjaldið voru eintómir óhreinir, forugir
ískambar og nybbur, leirpollar og aurlækir; um þetta allt
er stráð urð og möl, og stórbjörgum alstaðar tildrað á
rönd utan á ískömbunum; hvergi sjest í snjó eða ís
nema í sprungum; malar- og leirlagið ofan á er 2—4
fet á þykkt. þegar sólin fór að skína um morguninn,
fór að koma hreyfing í þessar rústir; um nóttina var allt
frosið saman í eina köku, en við sólarljósið fór að þiðna;
smávatnssitrur koma alstaðar fram, verða stærri og stærri,
dekkri og dekkri, og volta loks ruöl og aur, og eru þá
eins og mórauðir grautarstraumar; sumstaðar komast
þeir niður af jökulröndinni, sumstaðar stífiast þeir af
ískömbunum og verða að forartjörnum. Allt af heyrist
í steinunum sem eru að iosna og detta niður afískömb-
unum, og í aur- og malarskriðunum, sem eru að renna
niður í dældirnar; hvergi er ró, sólin setur allt í hreyf-
ingu. Allt or þetta svo óhreinlegt og Ijótt, að því verð-
ur okki lýst, eintóm bloyta, for og sull. Fyrir norðan