Andvari - 01.01.1885, Page 97
Ödáðahraun.
91
og neðan jökulröndina eru aurar, leirur og sandar með
ótal gulmórauðum jökulkvíslum; koma þær úr óhreinum
hellrum og portum undan ísröndinni; sumar af kvíslum
þessum hverfa á söndunum, aðrar falla í Jökulsá. Norð-
ur á söndunum við Vaðöldu var hvasst; þar sást ekkert
nema gólmórauður veggur af sandroki. Um kl. 8 fór-
um við á stað og riðum sanda og leirur austur að Jök-
ulsá og svo yfir hana. Við ána sáum við nokkrar eyr-
arrósir og ölafssúrur, og voru það fyrstu grös, sem við
sáum frá því við Gæsavötn. Jökulsá var lítil, riðum
við hana í mörgum kvíslum, og var engin dýpri en í
kvið; mjög er hún þung á og straumhörð. fotta cr
eina vaðið á Jökulsá milli fjalls og fjöru; rennur hún
ofar og neðar í einum stokk. Árið 1880 var íióð um
alla sandana og varla nokkur eyri upp úr. Jökulsá
kemur upp í jökulkrikanum austan við Kverkfjöll; og
rennur svo norður með rananum norður að Vaðöldu;
þar beygir hún til austurs. Á eyrunum fram með ánni
eru alstaðar stórir hnullungar af dóleríti, basalti og mó-
bergi. Pyrir austan vaðið taka við hraun úr Kverk-
fjallarana; hefir áin í vatnavöxtum borið stórgrýti langt
upp í hraunin. Kverkfjallarani er einhver liinn undar-
legasti fjallgarður, sem jeg hefisjeð; það eru ótaltinda-
raðir jafnhliða, og standast skörðin hvergi á. Tindarnir
eru 12—1800 fet á hæð, og svo margir sem Vatnsdals-
hólar. Hnúkar þessir eru allir úr móbergi og umturn-
aðir af jarðeldum; hnúkarnir eru flestir eins og reglu-
legar keilur, sumir eru breiðir og ávalir með hamra-
nybbu efst, eins og júfur með spena;'sumstaðar eru sag-
yddar tindaraðir hver við aðra eins og skafl í hákarli;
sumstaðar hamrabrúnir, kúlur, drangar og strókar;
milli þeirra eru ótal lautir, hvylftir, bollar og daladrög,
smáar sandflatir og gil. Eldgígir eru þar svo hundruð-
um skiptir, rauðar gjallhrúgur og úfin hraun í hverri
dæld. l3að er mjög örðugt að lcomast yfirþennan rana
og loiðin verður fjarska krókótt og sýnist aldrei ætla að