Andvari - 01.01.1885, Page 101
Odáðaliraun.
95
fall mikið varð um Júngeyjarsýslu alla; náði öskufall
þetta austur í Fljátsdalshjerað og Firði, og vestur í
Svarfaðardal. Komu öll þessi ðkjör úr jökli þeim, er
Jökulsá í Axaríirði sprettur upp í; komu hiaup í ána,
og bar hún fram fjarska af vikri. Askan huldi gras á
vöiluœ og í úthaga, svo náði í skövarp; svo mikill bagi
varð á slættinum, að 6 menn náðu varla dagslætti með
dægri1. Gos þetta getur eptir lýsingunni varla hafa
verið annarstaðar. Tilsýndar cr auðsjeð, að hraun hafa
runnið niður frá gígunum, og mynda þau óreglulega
hrúgu fyrir neðan ; jökulkvíslin, sem gengur niður ldauf-
ina á Kverkfjöllum, beygir noðst til vesturs og verður svo
endi hennar beint niður af gígunum, en uppsprettur
Jökulsár eru þar rjett suður af. Hafi nú hraun runnið
frá gígunum, hlaut það að bræða jökulinn, og við það
hafa komið hlaup í ána; auk þess hefir náttúrlega við
gosið miklu meir bráðnað af jöklinum, sem cr rjett bjá
í kring um uppsprettur árinnar. í Kelduhverfi ganga
ýmsar munnmælasögur um stórkostleg lilaup úr Jökulsá;
áttu eyrarnar þar niður frá að hafa verið starengi fyrir
hlaupin. Hvort nokkuð samband er á milli þessa goss
og þessara sagna, læt jeg ósagt. Gos þau, sem nýlega
urðu í Yatnajökli, hold jeg okki hafi getað komið úr
Kverkfjöllum, þó jeg ímyndaði mjer það fyrst eptir lýs-
ingu manna. Pau hafa að öllum líkindum livergi verið
norðan í jöklinum, heldur sunnarlega í honum, ef
til vill á þeirn stað, sem svo opt hefir gosið og menn
kalla Grímsvötn, án þess þó að nokkur maður eiginlega
viti hvar þau eru.
Hinn 20. ágúst ætlaði jeg að reyna að ganga upp
á Kverkfjöll, þó varla væri það tiltækilegt sökum ill-
1) Aimálar Odds Eiríkssonar cða Eitja-annáll; Svarfdæla-
annáll eptir Eyjólf prcst á Völlum; báðir í landsbókasafninu.
Getið er um þetta gos víðar, t. d. bæði bjá Magnúsi Steplien-
sen og Hannesi bislcupi Einnssyni.