Andvari - 01.01.1885, Side 102
96
Odáðaliraun.
viðra, sem allt af voru á jöldinum við og við. Vjer
risum á fætur kl. 4V2 um morguninn og fórum síðan
á stað, því æði-langt er úr Hvannalindum upp á jökul.
Veður var allgott, en þung regnský hjer og hvar á
lopti. Eiðum við 3 tíma suður með Kverkfjallarana
austanverðum og svo upp í ranann í beina stefnu á
klaufina í Kverkfjöllum; var loptið allt af að verða
dimmra og dimmra, og svartir skýflókar hjengu á fjalla-
toppunum. þegar við vorum komnir töluvert inn á
milli tindaraðanna, fór að snjóa og varð skæðadrífan
þjettari og þjettari; bundum við hestana í laut og
gengum upp á einn hnúkinn, til þess að bíða þar þang-
að til upp rofaði og litast um; en bylurinn varð svart-
ari og svartari og hitinn var eigi meiri en */ ° C.
Lögðum við oss til hvíldar uppi á tindinum, höfðum
stein undir höfðinu og regnkápurnar ofan á oss. þarna
biðum við liálfsofandi rúma klukkustund; en snerum
svo við aptur, því þogar var komin ófærð af snjó milli
syðstu linúkanna og ekkert hægt að rannsaka í slíku
veðri; litlu síðar birti upp aptur dálitla stund, svo við
vorum komnir á fremsta hlunn með að reyna enn að
komast upp á jökulinn, en þá skall aptur á það
illviðri, að við urðum fegnir að flýta oss heim að tjaldi.
Hefðum við verið komnir upp á jökul fyrir mesta ill-
viðrið, er óvíst, hvort við hefðum nokkurn tíma aptur
snúið. Loptvogin hafði fallið mikið (um 12 millimeter)
og um nóttina var sannkallað manndrápsveður. |>egar
við komum lieim, bárum við stórgrýti á tjaldskörina,
því annars hcfði allt fokið. Alla nóttina var grenjandi
stórhríð, 4—5° frost, og bálviðrið svo mikið með ringj-
um og rykkjum, eins og tjaldið ætlaði að tætast sund-
ur í pjöllur. Verst var illviðri þetta fyrir hestana, því
í Hvannalindum er mjög lítið um skjól. Kl. 2 um
nóttina leit jeg út úr tjaldinu; bylurinn var þá í mesta
ofsa, allt mjallahvítt af fönn og klakagaddur yfir öllu,
ekkert upp úr nema hvannstóð á stöku stað; tveir