Andvari - 01.01.1885, Page 106
100
Odáðaliraun.
hálsarana, sem gengur austur úr Dyngjufjöllum norðan
við op Öskju, gengur hryggur norðaustur 1 Kollóttu-
Dyngju; á þessum hrygg eru mörg smáfell og eldgígir;
eitt af follunum er Bræðrafell, sem fyr hefir verið um
getið. Við riðum ofan af hálsunum fyrir norðaustur-
horn fjallanna. Aðalfjöllin standa hjer að norðan á
breiðum palli, sem aptur er hrattur niður að miðhluta
Ódáðahrauns (Útbruna), en hæð þessara undirhlíða yfir
hraunin fyrir neðan er mest þegar lengra dregur norð-
ur og vestur. Móberg er hjer í Dyngjufjöllunum gul-
leitt, og tindar þeir, sem standa upp úr undirhlíðunum,
eru úr s&ma efni. Tögl og hálsaranar ganga út á und-
irhlíðarnar frá norðausturhorni fjallanna; eru þar smá-
dalir á milli, gryfjur og ldaufir; þar eru ótal sprungur
og allt sundurtætt af jarðeldum; gígir oru í hverri skoru
og hraun hafa alstaðar streymt um lægðirnar niður af
undirhlíðunum. Fellin á þessum hálsagreinum eru í
hinum skringilegustu mvndum, sundurtætt eins og
sundurskotnar borgarrústir með hálf-föllnum turnum;
ranar þessir eru miklu lægri en aðalfjöllin og nærri
frálausir þeim. Við klöngruðumst yfir þá alla og rið-
um uppi á undirhlíðunum allt vestur að Jónsskarði;
undirhlíðarnar eru fyrir vestan ranana nærri sljettar að
ofan, en röð af móbergstindum stendur utan á rönd
þeirra. Niður af Jónsskarði gengur oins og breið geil
smáhailandi niður gegn um undirhlíðarnar niður að
jafnsljettu; hefir gamalt hraun fallið þar niður. Tveir
hnúkar (Vegahnúkar) standa sinn hvorum megin við
lægðina, sem gengur upp að skarðinu. Fyrir vestan
Dyngjufjöll er löng fjallbunga, sem kölluð er Dyngju-
fjöll ytri; þau eru laus frá hinum fjöllunum og þröngur
dalur á milli suður úr gegn. Fjöll þessi eru á hæð
við undirhlíðarnar og breikka suður; þau eru víða brött
og með liömrum að vestan; þar hefir aðalhraunið úr
Trölladyngju (Frambruni) runnið norður með þeim.
Niður af undirhlíðunum riðum við um lægðina niður