Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 108
102
Odáðahraun.
múladal, fara þeir síðan í röð hver suður af öðrum upp
um brunann allt upp í Dyngjufjöll vestari; leitar hver
á sínu svæði; er fyrst leitað bið syðra og svo hið
nyrðra og allt síðan rekið í Sellönd. Syðstu leitirnar
eru örðugastar og eru eigi hafðir aðrir en efldir karl-
monn til þeirra. Bíða þeir fyrst upp á Yxnadal og
eru þar nótt, síðan suður í Yonarskarð og þaðan aptur
um kvöldið að Hitalaug, og er það versta reið; leita
þeir Marteins-íiæðu, Jökuldæla-ÍIæðu, Surtlu-flæðu,
Hraunárhotna og Gæsavötn, og eru í ferðinni 6 daga.
í*eir Bárðdælingar, sem húa vestanfljóts, leita að vest-
anverðu suður um Sprengisand, fara þeir vestur að
nyrztu kvísl Þjórsár og suður í Nýjadal, og eru 5 daga
í leitinni. Austurfjöll leita Mývetningar fram í Herðu-
breiðarlindir og eru um 6 daga. Eptirleitir fara menn
um veturnætur, Mývetningar suður í Herðubreiðarlindir,
Bárðdælingar suður á Marteinsflæðu. Yanalega eru um
34 menn alls látnir ganga í Ódáðahraun og 30 á
Austurfjöll.
Yjor riðum á þremur stundum frá Dyngjufjöllum
niður í Suðurárhotna. Suðurárbotnar efri eru rjett nið-
ur undan hrauninu í sandkílum; vcllur vatnið þar upp
í mörgum pollum eða pyttum; mikið land hefir hjer
blásið upp, en miklir hagar eru niður með Suðurá.
Neðri Suðurárbotnar eru vatnsmeiri, ogvellur þar vatnið
upp eins og í hinum efri. Fram með Suðurá er mjög
grasgefið hið neðra, sums.taðar nærri eins og heztu engi.
Miklir hagar eru í Miklamó öllum, sem nær frá Suður-
árhotnum að Álptakíl. Álptakíll og Byttulækir renna í
Kráká, sem sprettur upp við Miklaraó, suður og vestur
af Sellandafjalli. Suðurá fellur norðvestur í Skjálfanda-
fljót, rjott fyrir sunnan Bjarnastaði; í hana fellur Svartá
úr Svartárvatni, og heita tungurnar milli þeirra Há-
tungur. Við komum við í Svartárkoti, og þótti gott að
vera komnir til mannabyggða eptir svo langa útivist.
Svartárvatn er eigi djúpt, því svo mikið fýkur í það af