Andvari - 01.01.1885, Page 115
III.
t
Laxveiðar og silungsveiðar á Islandi,
Nokkur orð um rannsóknarferðina 1884.
Eptir
Arthur Feddersen.
Herra alþingisœaður Tryggvi Gunnarsson kom til
mín veturinn 1884. Jeg hafði þá um liríð lausn frá
embættisönnum, og fór hann fram á það við mig, að jeg
tækist á hendur að fara ferð til Islands næsta sumar, í
þeim erindagjörðum, að rannsaka þar laxár, veiðivötn og
veiðar yfir höfuð að tala; alþingi hafði lagt fram fjo
uokkurt til ferðar þessarar.
Jeg ræddi svo málið ítarlega við herra Tr. Gunn-
arsson, reyndi að losa mig við ýmsar annir, sem á mjer
hvíldu, og rjeð af að takast á hendur, að fara ferð þessa,
ffleð þeim skilyrðum, sem herra Tr. Gunnarsson fyrir
hönd landshöfðingja og jeg yrðum ásáttirum, ogþó með
þeim fyrirvara, að þetta ekki kæmi í bága við ósk mína
utn, að verða skrifari fjelagsins: »Foreningen til Fiske-
riernes Fremme i Danmark og Bilande». Stjórn þess
fjelags veitti mjer, um leið og hún gerði mig að skrifara
sínum, leyfi til að fara ferðina, og vera burtu þrjá mán-
uði, með sjerstöku tilliti til þess, að búast mátti við,að