Andvari - 01.01.1885, Síða 118
112
Laxveiðar og silungsveiðar.
heíir rnjer verið sagt, að í þeasu vatni hafi menn hitt
á 17 faðma dýpi. Vatn þetta er »moræne»-vatn. Hiti
vatnsins var 9,50°C við yfirhorðið, og 8° á 8 faðma djúpi.
Sagt er, að þar sje ekki mikið af fiski og fiskarnir ekki
feitir og fremur smáir; þó er getið um 8 punda fiska.
Þeir fiskar, sem jeg skoðaði, voru frá Vr — SU pd. og
allfeitir. Svo leit út, sem mest væri af urriða í vatn-
inu, og lítið um fjall-urriða. Æti fiskanna var flugna-
maðkur og mýflugur og einstakir smásníglar.
Með tilliti til fiskanna í hinum fersku vötnum á
íslandi verð jeg að geta þess hjer undir eins, að það er
manna á meðal og frá gamalli tíð í bókum mikill rugl-
ingur á nöfnunum. Jeg hefi enn ekki getað lokið við
rannsóknirnar á því, sem jeg hefi safnað; en yfir höfuð
eru þessar fiskitegundir í hinum fersku vötnum: horn-
síli, lax, urriði, fjall-urriði og áll. Við þetta geri jeg
þó þá athugasemd, að eins og til eru ýmsar tegundir
af urriða, þannig mun einnig mega nefna ýmsar teg-
undir af fjall-urriða, og skal jeg skýra nákvæmar frá
því síðar.
Hið íslenzka nafn »silungur» skoða jeg sem sam-
eiginlegt bæði á urriða- og fjalla-urriða-tegundum, þó
að það sje sumstaðar einkum haft um þá tegund af urriða,
sem jeg vil kalla »grá-urriða». »Sjóreiður» hefijeg heyrt
haftbæði um urriða og fjall-urriða, sem gengur upp frá
sjónum til að hrygna í ferska vatninu. »Laxhróðir» er
haft um þann fisk, sem í Danmörku er kallaður Hvid-
örred, Blankörred, eða Laxörred. »Bleikja» og »birting-
ur» eru nöfn á fjall-urriða; »sjóbirtingur» er hann kall-
aður, er hann gengur úr sjó. í þessari skýrslu, sem að
eins er til bráðabirgða, ríður ekki á, að aðgreina ná-
kvæmlega ýms önnur nöfn, sem höfð eru jöfnum hönd-
um á íslandi.
Hinn 20. júlí kom jeg að Goðafossi í Skjálfanda-
fljóti; reið jeg fram með fljótinu og að því á nokkrum
stöðum. Við Goðafoss má sjálfsagt byggja stiga fyrir