Andvari - 01.01.1885, Síða 119
Laxveiðar og silungsveiðar.
113
lax nálægt minna fossinum vestan til, nærri liellinum.
Ef til vill, má einnig byggja við stóra fossinn austan
til. Minni fossinn er hjer um bil 18—20 fet, en sá
stóri um 42 fet. íJað var mælt með lóðlínu og 'svo
nærri aðalfossinum, sem unnt var.
Skjálfandafljót er mjög snautt að dýralífi, ef það
annars er nokkuð í þeim hluta fljótsins, sem næst er
fossinum. Jeg varð heldur ekki var við neinn jurta-
gróða. Fyrir ofan Goðafoss eru nokkrar kvíslir með
urriða og fjall-urriða, sem leita þaðan út í Skjálfanda-
fljót; en ekki lítur út fyrir, að veiðin í á þessari sje að
neinu ráði. Ánni virtist heldur ekki vera svo háttað,
að hún liafi nokkurn tíma fiskisæl verið.
Allt öðru máli er að gegna um Reykjadalsá og
kvíslir honnar; hún rennur gegn um Yestmannsvatn og
lleiri vötn og fellur í Laxá. Allt landslag, jurtagróður
og dýralíf í dalnum ber vott um allt aðra og betri skil-
ttála fyrir liskigengd en Skjálfandaíijót og dalur sá, er
það rennur um. Sagt er, að í Keykjadal gangi laxinn
laugt upp, og að þar sje mikið af urriða og fjall-urriða.
En laxveiðin heíir rýrnað mikið; riðtími hans er lialdinn
vera hjer um bil í október.
Jeg lagði upp frá Múla og rannsakaði Laxárdal
21. og 22. júlí. Yið Brúarfoss eru nokkrir fleiri fossar.
Ekki verður þó sjeð, að neinn þeirra ætti að vera nein
náttúrleg tálmun fyrir laxgengdinni, ef þrengslin vestan
til við stærsta hólmann, þar sem aðalrennslið er, væru
víkkuð, en það væri auðvelt með því að sprengja úr
þrengslunum beggja megin. Allur fossinn er reyndar
ookkuð hár; en þar eð hvíldarstaðir .eru í honum bjer
og þar, svo að honum helzt verður líkt við stórkostlcg-
an stiga, myndaðan af náttúrunni, mundi fiskurinn án
efa hæglega komast upp eptir honum, ef hann annars
fyndi fyrir ofan fossinn hina eðlilegu skilmála fyrir æxl-
un sinni, og að ungfiskarnir gætu þrifizt þar. En jeg
liefi hjer um bil engar upplýsingar getað l'engið um það,
Andvari. XI. 8