Andvari - 01.01.1885, Side 122
116
Laxveiðar og silungsveiðar.
fossa, sem eins og seiða liann og soga; svo segir að
minnsta kosti reynsla frá mörgum laxám. Hraunílóðið
kefir, þá er það rann, fært stííiur í ána; það eru'foss-
arnir við Laxamýri. Sigurjón Jóhannesson, kinn elju-
sami og dugmikli eigandi að Laxamýri, fylgdi mjer 23.
júlí til þess að skoða fossinn.
Fossarnir eru í raun rjettri fimm. Ey ein, nokkuð stór,
greinir kinn austasta, sem aptur er tvískiptur, frá kin-
um fossunum. Laxinn gengur ekki upp í eystri fossinn,
en sækir þar á móti mjög upp í þann vestri. l5ó sækir laxinn
hvað mest upp fjórða fossinn; í honum eru 5—6 stallar.
Efst í þossum fossi vestan megin eru veiðibreflur settar, er
ná út í miðja á. Það eru trjágarðar með lóðrjettum riml-
um, sem þeim megin, er að landi veit, eru studdir raeð
5 kössum fylltum með grjóti, en þeim megin, sem út í
ána veit, eru að eins 3 kassar. Peir 2 kassar, er neðst
liggja, eru festir saman og laxakistan fest við þá. Laxa-
kistan er þrístrend, rekin saman úr rimlum, og op á,
sem laxinn getur hlaupið inn um.
Laxinn káttar göngu sinni eptir vindstöðu: sje
liann á norðan, leitar hann upp í austurkvíslina, en í
sunnanvindi upp í þá vestri. Laxinn keldur sjer því
auðsjáanlega upp í vindinn. Opt er lax og kræktur. Sú
veiðiaðferð er svo, að löng stöng með livössum járnkrók
er rekin þar niður í vatnið, sem laxinn er á uppgöngu;
verður þá margur lax mjög sár, og þótt einkver náist,
hefir kann mjög spillzt sem verzlunarvara.
Nokkra' laxa veiða menn og í dragnet, er menn taka
eptir því, að laxinn heldur sig fyrir neðan fossinn í
gjótum þeim, sem þar verða.
Um 2 seinustu árin hefir laxgangan í ána byrjað
í seinna lagi, nefnil. ekki fyr en um 14. júlímán., og
endað um miðjan ágústmán. Fyr á tímum geklc laxinn
í ána í seinni kluta maímán., um þann 25.-26. Eptir
]>ví, sem laxgangan hefst fyr, er veiðinni og fyr lokið.
Laxgengdin er mest um stórstraumstíma, þ. e. þá er