Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 131
•Laxveiðar og silungsveiðar.
12B
og margar straumhægar smáár renna þar íþað. J>að er
því ekki ólíklegt, að laxinn kynni þar vel við sig, ef
hann gæti komizt upp fyrir Goðafoss.
Til þess að -geta dæmt nákvæmar um, hvernig
vötnum er háttað á íslandi, hafði jeg ætlað mjer að
leggja krök á leið mína upp að íshólsvatni, som kvað
vera einkennilega úr garði gert af náttúrunni; en svo
frjetti jeg, að enginn bátur væri á vatninu og litið und-
irlendi að því, og því hætti jeg við að fara þangað.
Sem stendur hafa mcnn víst hætt við að veiða í vatn-
inu, af því menn nenna ekki að hafa fyrir því. Monn
vilja heldur sækja blautan fisk til Eyjafjarðar, som er
vondur þegar þeir taka við honum, og, eins og eðlilegt
er, enn verri, þegar búið er að flytja hann á hestum
alla leiðina upp í dalina. Það er bæði urrjði og birt-
ingur í íshólsvatni, og kvað vera mjög góður. Vatnið
er Övenjulega djúpt, sagt að það sje 30 faðma djúpt.
Eptir 3. ágúst gekk hann á með rigningar; mig
vantaði þá líka nýjan fylgdarmann, og svo var mjög
mikil þörf á að ditta að verkfærum og farangri, ogþetta
allt olli því, að jog gat ekki lagt upp í ferð mína um
norður- og suðurland fyr on 11. ágúst.
En til þess aö færa mjer biðina svo vel í nyt som
jeg gat, fór jeg 9. ágúst til Hjalteyrar til þess að vera
þar við síldarveiðarnar. Það gekk nefnilega sá orðróm-
ur, að þær væru byrjaðar. Á Hjalteyri fjekk jeg að vita,
að enn hefði ekkert veiðzt. Jeg fór svo yfir fjörðinn
til þess að heimsækja Einar alþingismann Ásmundsson
í Nesi. Með honum heimsótti jeg sjera Magnús í Lauf-
ási, og skoðaði þar nokkrar »sjóreiðar•>, sem höfðu verið
veiddar í fossinum í Fnjóská, rjett fyrir ofan ós henn-
ur. Fiskurinn var birtingur og ekkert annað, var því
fjallurriði, sem leitar frá hafinu upp til ferska vatnsins.
Þó undarlegt virðist, veiðist enginn urriði í fossinum.
Líklegast kemur það til af því, að Fnjóská er okki lient-
ug fyrir þennan fisk; því áin er grýtt mjög, og þar sem