Andvari - 01.01.1885, Page 136
130
Laxveiðar og silungsveiðar,
lítil. 1883 veiddust 12 laxar, 1884 1 lax. Yatnið í
dalnum er að fyllast leðju og þorna upp, og miklum
engjum skýtur þar upp ár frá ári. Yatnsdalur virðist
allur hafa breytzt mikið, og það ekki alls fyrir löngu,
og það getur verið, að þessi breyting valdi því, hvað lax-
veiðin minnkar þar.
Rigningarnar höfðu gert allar rannsóknir erfiðar eða
ómögulegar, og það var engin sjerleg ástæða fyrir rnig til
þess að halda kyrru fyrir og bíða betri tíma. Jeg kaus því
heldur að halda ferðinni áfram og reyna að ná í betri
voðráttu; með því komst jeg pó áleiðis og nóg var eptir
handa mjer að eiga við.
Jeg var við ádrátt í Víðidalsá; þar heppnast lax-
veiði allvel, t. d. við Borg; þaðan fór jeg til Víðidals-
tungu og settist þar að. Margar af bleikjum þeim, er
jeg veiddi, voru í prúðlegum gotbúningi. Tveir hængar
náðust líka; sviiin voru mikil, en þó ekki laus í sjer.
1884 höfðu menn á þessum bæ veitt 20 laxa, 8—-
17 pund hver. Á Borðeyri voru 50 aurar gefnir fyrir
pundið. Laxarnir eru einkum veiddir í Fitjárósi undir
laxgengum fossi, sem þar er.
í’egar farið er upp moð ánni frá Víðidalstungu,
koma menn að Kolugilsfossinum. Hann er hár mjög
og ekki laxgengur. Endrum og eins eru laxar þar fyrir
neðan fossinn og eins urriðar; af þeim náði jeg nokkr-
um, öllum jafngráðugum. peir höfðu ekkert nema
járnsmiðstegundir í maganum. Hvergi varð vart við
ungfiski.
í báðum ánum eru þegar við Víðidalstungu beztu
gotstaðir. En þó virðist svo sem enginn hafi enn orðið
var við að lax hrygndi þar. Páll Pálsson í Dæli segir
þó, að gottíminn sje frá því síðast í sept. til þess síð-
ast í október.
Það eru okki nema 4 ár síðan, að þar veiddust
300—400 laxar árlega. I3að er ætlun manna, að selirnir
í árósnum valdi þessari miklu apturför. Stundum geng-