Andvari - 01.01.1885, Page 137
Laxveiðar og silungsveiðar.
131
ur laxinn upp í ána fyrir 20. maí; en það er líka opt,
að veiðin stendur sem hæst eptir 15. ágúst.
í Kolugilsfossinum er ómögulegt að gera laxastiga.
Spölkorn fyrir neðan fossinn er laxakista sott í eina ár-
kvíslina; en það heftr ekkert veiðzt, í hana. Laxinn
gengur upp eptir aðalánni; en af því áin rennur í fleiri
kvíslum, þá má ekki setja þar neina kistu eptir lögun-
um. Nú eru ekki nema tveir menn, sem oiga veiðirjett
í ánni upp með fossinum, og þar sem þeir hafa komið
sjer saman um að veiða í ánni, þá er ekki nema tjón
að því, að veiðiákvarðanir skuli vera svo takmarkaðar.
Á Melstað hitti jeg ýmsa menn þar úr sveitinni
(24. ág.), og þar voru menn sannfærðir um, að selurinn
stæði laxveiðinni mjög fyrir þrifum. Selurinn er þar
friðaður af bóndanum á Söndum, sem á ósinn vestan
megin.
í Vesturá kemst laxinn upp á móts við Ejúkanda;
í Núpsá stöðvast hann í göngu sinni við Efrinúp, og í
Austurá kemst liann upp að Kambfossi. 1884 hafði ekk-
ert að kalla veiðzt í allri ánni. Annars var öllu bjer
um bil eins varið og í Víðidalsá.
. Fyrir oinum þrcmur árum síðan liafa 300 laxar
veiðzt í Hrútafjarðará; 1884 veiddist þar einn einasti
lax, og árið áður veiddust ekki nema 2. Ain er ekki
vel fallin til þess, að lax geti hafzt þar við. Laxinn
kemst þar ckki nema hjer um bil eina mílu upp frá
firðinum, því hann stöðvast við Kjetlarfoss. Ósinn fyll-
ist æ rneir og meir af sandi. í ánni geta ekki verið
sjerlega góðir gotstaðir, og það er auðvelt að tæma ána
aIveg að fiski.
Norðurá, sem rennur í Hvítá, er laxlaus, þangað til
rjett fyrir noðan Hvamm, og þær næst ekki nema oin-
staka einn á stangli. Laxinn kvað eiga erfitt með að
komast upp fyrir fossinn. En mjer virðist laxinn mundi
geta fengið mjög góða gotstaði í miklum hluta Norðurár,
°g að minnsta kosti upp að neðsta fossinum, fyrir neðan
9*