Andvari - 01.01.1885, Síða 139
Laxveiðar og silungsveiðar. 183
bæ í Reykjadalsá. 29. ágúst veiddu menn enn þá
einn lax.
Við Norðtungu er töluverð laxveiði. I?að lítur svo
út sem riðblettirnir byrji þegar þar, og að laxamergðin
í |>verá bafi þaðan upptök sín og svo ofan að úr Kjará.
í Kjará veiðist mikið, einkum frá Gilsbakka, og fara
menn þá fleiri daga ferð upp til veiðistöðvanna í ánni.
Frá Eorðtungu má fara að veiða laxinn þegar
snemma í maím. 1884 veiddist fyrsti laxinn 20. maí.
Eigandi Norðtungu fullyrti, að sá lax, sem gengi upp í
maí, væri farinn aptur um það leyti, sem jeg var þar
(30. ágúst). Sá lax, sem er í ánni í ágústm., heldur
hann muni hrygna í október. En liann hefir aldrei sjeð
neinn lax hrygna.
Eað er auðsjeð, að riðblettir eru í ánni við Norð-
tungu, og í sandhólum, sem nú eru þurrir, má glöggt
sjá gömul eggjabú.
Menn veiða laxinn i hjer um bil 8 faðma langt á-
dráttarnet, sem er einn faðm á dýpt, og er annars
mjög óbrotið, eins og öll önnur ádráttarnet þar í
grenndinni. Eað flýtur ekki nógu vel uppi, og leggst
beldur ekki nógu vel að botninum.
Eptir því sem eigandinn sagði rnjer, hefir liann
veitt:
1875 . . . . 300 laxa 1880 . . . . 200 laxa
1876 . . . . 400 — 1881 . . . . 2 —
1877 . . . . 500 - 1882 . . . . 30 —
1878 . . . . 100 -- 1883 . . . . 14 —
1879 . . . . 30 — 1884 . . . . 150 —
Hinn 31. ágúst fór jeg með fylgdarmönnum upp með
Kjará og rannsakaði hana á ýmsum stöðum. Hjer um
bil fram undan Örnólfsstöðum eru íiúðir í botni, og
þar eru ótal smáfossar eða djúpar gjótur í ánni. En
mjer virtist, að á þeirri leið, sem jeg fór, líklegast
dálítið upp fyrir Úlfafoss, væri hvorgi betri riðblettir
niður frá við Norðtungu. Jog reyndi bjer og þar