Andvari - 01.01.1885, Side 146
140 Laxveiðar og silungaveiðar.
mjög mikla þýðingu. þjað er til veðráttunnar kemur,
þá stendur hún þeim liskitegundum, sem þar eru, mjög
fyrir þrifum, og eins er landinu kringum vötnin svo
hátt'að, að það ræður því einmitt að miklu leyti, hvað
fiskarnir í þeim geta orðið margir.
fað er ekki nóg með það, að kuldinn í veðrinu
slandi jurtalífinu og lægra dyralííinu í ám og stöðu-
vötnum fyrir þrifum, en afleiðingarnar af honum verða
þær, að korka hleypur í fiskalífið um langan tíma. fað
er gömul sögn á íslandi, að lax gangi ekki í þær ár,
sem jökulvatn er í, og því eru hvítgular eða mórauðar
af aurlcðju þeirri og öðru, sem rennur í þær af jökl-
unum. Þetta stendur ekki heima, því það er lax 1
ýmsum af þessum ám, með því hann forðast alls ekki
gruggugt vatn, einkum ef hann getur komizt úr þeim
í tært vatn, sem hann annars kann bezt við sig í. En
eiginleg jökulvötn eru svo köld mestan liluta ársins, og
það er opt svo raikill jakaburður í þeim á vetrum, að
það er allt of mikil hætta í þeim fyrir laxinn, þegar
hann hrygnir, og fyrir unga hans. Jakaburðurinn
belgir vatnið upp, rótar botninum upp, ílytur þaðan
með sjer grjót og malarhrúgur, ryður vatninu nýja
farvegi og fyllir þá gömlu upp, og það má hjer um
bil segja, að þar sem jakaburður er í almætti sínu, þar
minnki fiskalífið að sama skapi sem hann verður meiri
og tíðari. Ef svo loksins kuldinn verður langvinnur,
þá sezt einkum í þessum vötnum mikill is á botninn;
þegar svo blýnar í veðrinu, lyptist hann upp á við, og
ber með sjer sand og möl, og þá fiskaegg, ef þau eru
þar. í ýmsum vötnum eru þessi áhrif íssins á fiska-
lífið alkunn, og á öðru eins Iandi og íslandi er það svo
sem auðvitað, að þau hafa mjög milda þýðingu.
fví næst eru úrkomur miklar á íslandi, og allar
ár vaxa mjög um tíma af árinu; straumunnn verður
slríðari og á sumrin eru mörg vatnsföll allt öðruvísi en
þau eru á veturna og vorin. J>að er líka alkunnugt,