Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 166
160
Um vegagjörð.
purfi veginn að sama skapi sem í dæminu er gert;, þó
hinn minni brattinn sje valinn. Tökum vjer til skoð-
unar dæmi, eins og þau gerast í raun og framkvæmd,
og höfum þá til samanburðar á annan bóginn veg, sem
er markaður með því áformi, að hafa hann svo fiutn-
ingsfæran, sem við verður komið og nauðsyn krefur, en
á hinn bóginn einn af hinum algengu gömlu vegum,
eins og þeir voru gerðir áður hjer í Noregi og því mið-
ur eru gerðir enn á íslandi, þá verður niðurstaðan
stórum herfilegri. Vegur sá, sem hyrjað hefir verið að
leggja yfir Vaðlaheiði í Eyjafirði núna síðustu árin, er
ljóst dæmi í því efni. Á kafla þeim, sem þegar var
lagður, þegar jeg kom þangað, var vegurinn sumstað-
ar svo brattur, að nam allt að því 1 á móti þó
var veginum svo hagað, að sumstaðar þokaðist maður
jafnvel niður á við, og hefði samt vel mátt mjaka veg-
inum allt af upp á við. Á þessum kafia mátti leggja
veg með halla eins og 1 :12, þar sem hann er bratt-
astur, án pess að kostnaðaraukinn yrði teijandi og að
öllum líkindum án þess að vegurinn yrði lengri. Með
því að breyta veginum þannig, rnætti vagn og flutn-
ingur. sá, sem í honum væri, þyngjast úr 444 pd. í
1240 pd. (jafnvel þó gert væri ráð fyrir, að ofaníburð-
urinn í veginn með hvorutveggja hallanum væri slæm-
ur), og þó flutningshæfileiki vegarins ekki aukist að sama
skapi, er samt hægt að sjá, að vegurinn tæki veruleg-
um bótum.
Opt er svo, að það kostar meira fjo að leggja
hallaminni veg, en að leggja svo veg, að hugsa ekkert
um slíkt; en opt er líka svo, að með skynsamlegri
útsjón rná leggja sljettan veg eins ódýran og hinn, sem
lagður er mjög mishæðamikill og erfiður. En þó að
kostnaðurinn til slíkrar vegagjörðar yrði nokkuð meiri,
mun sá vegur þó verða ódýrastur, þegar öllu er á botninn
hvolft. Það er auðvitað umferðin eða íiutningsmegnið, sem
mestu veldur í því efni. En ekki má leggja það flutn-