Andvari - 01.01.1885, Qupperneq 175
Um vegagjörð.
269
á sjerstaklega. Eigi vegur að geta orðið svo keita megi
í góðu lagi, þá ríður mjög mikið á ofaníburðinum.
Eeyndar er ekki takandi í mál að hafa annan ofaníburð
á íslandi lieldur en blátt áfram möl, að minnsta kosti
ekki í bráð; en þar þarf samt mikla vandvirkni til, ef
vel á að fara. En ekki er það samt eins vandasaint,
eins og að leggja sjálfan veginn, undirstöðu hans, og
svo er líka allt af hægt að umhæta ofaníburðinn, þegar
undirstöðurnar eru einu sinni lagðar. f>ess vegnaerþað
hið fyrsta og fremsta atriði í allri vegagjörð, að leggja
undirstöðurnar rjett. Það hefir því verið aðalatriðið fyrir
mjer, en jeg hefi unnið sem minnst að því, að bera of-
an í veginn. En við þennan ofaníburð, þó lítill væri,
hefi jeg tekið eptir því, að meðan verkmennirnir sjá
ekki sjálfir, hversu mikið undir því er komið, að ofaní-
burðurinn sje hafður úr völdu efni (möl), og gerður að
samfastri og staðgóðri þekju ofan á undirstöðunum, þá
verður þeim aldrei sýnt um að vanda sig svo á því, sem
vera ber, heldur blanda þeir saman góðuog slæmu ofaní-
burðarefni. f>ótt ofaníburður í veg ætti því að vera
mjög einföld og vandalítil vinna, þar sem ekki er öðru
til að dreifa en malarlagi, þá getur það hæglega far-
ið í handaskolum, þegar verkmennirnir eru með öllu
óvanir.
Jeg ímyndaði mjer, að þar sem allur flutningur er
reiddur á hestum, væri eigi mjög nauðsynlegt að hafa
mikinn ofaníburð, og sjálfsagt mun líka ofaníburður vera
enn þá nauðsynlegri, þar sem vagnar eru hafðir til
ílutnings.
Dvöl mín á Islandi hefir þó komið mjer meir og
meir á þá skoðun, að ekki fáist heldur góður hestvegur
nema með talsverðum ofaníburði. Enn fremur heli jeg
sjeð, að klyfjahestar slíta veginum ekki hóti minna en
vagnar. Og er jeg kominn á þá skoðun, að væri vagn-
ar hafðir, mundi það stuðla mjög að því að þjetta og
styrkja.veginn.