Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 182
176
Um vegagjörð.
þessa getið, datt rajer sama í hug, því jeg tók strax eptir
því, að fjallvegurinn til Seyðisfjarðar hlyti ávallt að verða
örðugur í samanburði við veg eptir sljettu hjoraðinu.
Eins og tekið er fram í áðurnefndu brjefi mínu hefi jeg
skoðað, hvernig til hagar við fijótsmynnið, og sjeð, að
það er fjarskamikið og kostnaðarsamt verk, aðgeraskip-
göngu um mynnið óhulta, svo að jafnvel fyrir þær sakir
getur naumast verið ástæða til að ráðast í slíkt fyrir-
tæki. fegar jeg líka hugsa raálið betur, finnst mjer að
staður við Lagarfljótsós væri tæplega vel valinntil verzl-
unar milli uppbjeraða og sjávarsveitanna. í því tilliti
hlýtur Seyðisfjörður, þar sem milcill sjávarútvegur og
mikil verzlun er, að vera langt um hentugri.
Vegarkaflann milli Seyðisfjarðar og Vestdalseyrar
má að vissu leyti skoða sem sjerstakan veg.
f*ó hann eiginlega sje kafii af veginum frá Seyðis-
firði til hjeraðsins, er hann þó fremur skoðaður sem sjer-
stakur vegur, og eptir áliti sýslumannsins verður að
leggja hann þannig. Um umferð og fiutning milli Seyð-
isfjarðar og Vestdalseyrar er líka svo mikið, að ætlamá,
að þeir verzlunarstaðir leggi fram töluverðan fjárstyrk
til vegagjörðar á því svæði. I?ótt vegurinn nú sje mjög
slæmur mill verzlunarstaðanna, er þó mjög sjaldan farið
á bátum þar á milli, því opt getur verið illt að fara sjó-
'leiðina á smábátum. Umferðin landveg er því mjög
mikil og menn munu tæplega gera sig ánægða með
gamla veginn lengi. Af því að mjer þótti sjálfsagt, að
þessi vegarkafli yrði lagður innan skamms, hef jeg
skoðað leiðina nákvæmlega. Með tilliti til hinnar
miklu umferðar er ekki gert ráð fyrir meiri halla á
veginum en eins og 1 : 20. Á vegi með þeim halla
má fara með vagna, sem með flutningnum vega 2100
pund (en vegna íslenzku hestanna er þó ef til vill
rjettast að gera einungis ráð fyrir 1400 pd.), og getu
nú þeir, sem hlut eiga að máli, íhugað, hvort það