Andvari - 01.01.1885, Side 185
Um vegagjörð.
179
og sumparl, úr slæmum múrsteini, ekki hafa skemmzt
meir af ísrekinu, þá finnst mjer ekkert ísjárvert 1 því,
að gera veginn eins og jeg hef stungið upp á. Að
minnsta kosti mætti gera tilraun með dálítinn kafla.
Vegurinn frá Akureyri fram Eyjafjörð
getur sjálfsagt talizt með helztu vegum. Reyndar er
hann svo nú, að hann er aligóður ylirferðar með á-
burðarhesta. En af því að þetta stóra hjerað sjálfsagt
helir xnargt og mikið til þess að taka meiri framförum,
hlyti raikið að vinnast við að fá bætta samgönguleið-
ina um hjeraðið. Hjeraðið er fjölbyggt eptir því sem
gera er, og umfetðin er þess vegna svo mikil, að á-
stæða hefir þótt til, að verja eigi all-litlu fje til veg-
argjörðar þar. Vegarkafli sá, sem þannig er lagður, getur
verið mikið góður fyrir umferð þá, sem nú er, en
ekki getur hann heitið lagður á þann hátt, sem vegir
eiga að vera á vorum dögum. þ>að er því bágara, sem
það hefði valdið litlu meiri kostnaði, að gera hann svo
úr garði, að hann gæti orðið til frambúðar. Jeg þyk-
ist geta spáð því, að cigi muni þess langt að bíða, að
menn þarfnist þar akvegar. í því efni er nóg að benda
á, að fyrir 5 eða 6 árum var ekkert akfæri til í hjerað-
inu, en nú eru 6 kerrur á Akureyri og þar í kring.
Leiðin fram lijeraðið er óvenjulega vel löguð til
vegagjörðar, og er engin ástæða tii, að hafa þar meiri
halla en eins og 1 : 20. Samkvæmt því hefi jeg af-
markað vegarstefnuna á þeim stöðum, sem hugsast
gæti, að menn kynnu helzt að fara stefnuvillt. Jog
gat ekki afmarkað vegarstefnuna í hoild sinni, því landi
er þar svo háttað, að víða er ekki liægt að ákveða
vegarstefnuna nema mcð því að afmarka hana mjög
nákvæmlega, en til þess var hvorki tírni nje fje.
Af því að góðar ongjar eru víða fram um Eyja-
fjörð, verða menn líklega að láta veginn eiumitt ekki
stefna sem allra-rjettast, til þess að laga sig eptir
12*'